Jeep Renegade og Compass koma sem tengitvinnbíla í október

    • ÍSBAND kynnir fyrstu JEEP® Plug-In-Hybrid tengitvinnbílana sem eru komnir í forsölu

Í gær var formlega tilkynnt af hálfu Jeep um markaðssetningu á tengitvinnbílum (plug-in-hybrid).

image

Fyrir þá sem vilja fá jeppa sem sameinar enn betur kosti fólksbíls og jeppa, þá er Jeep Compass góður valkostur.

Þar kom meðal annars fram að Jeep® Renegade myndi koma á Bretlandsmarkað strax í september.

Það hefur lengi legið fyrir að FCA og Jeep hafa stefnt á rafvæðingu síns bílaflota, en nákvæmar dagsetningar hafa ekki legið fyrir , fyrr en núna.

Koma til Íslands í október

Við höfðum samband við Sigurð Kr. Björnsson markaðsstjóra ÍSBAND, og hann staðfestir að bæði Jeep Renegade og Compass komi til þeirra í október.

image

Með Jeep Renegade í tengitvinngerð (plug-in-hybrid) er verið að sameina snaggaralegan alvöru jeppa og rafbíl í einum og sama bílnum. Reiknað er með um 50 kílómetra akstursdrægni á rafmagninu eingöngu, sem dugar flestum notendum í venjulegri innanbæjarumferð.

„Við erum byrjaðir með þessa bíla í forsölu, og það er greinilegt að markaðurinn hefur verið að bíða eftir þessari lausn hjá Jeep®“, segir Sigurður. „Það eru nú þegar komnir margir aðilar á lista hjá okkur, og þegar við vitum að bílarnir eru komnir í framleiðslu verður hægt að staðfesta þetta við hvern og einn kaupanda“.

image

Jeep lofar því að þrátt fyrir rafmagnið sé Renegade enn sami jeppinn og nýtist sem slíkur.

Þrjár gerðir af Compass

„Við fáum Jeep® Compass PHEV-jeppann í þremur útgáfum. Verðin sem við gefum upp í dag eru byggð á gengi dollars sem nemur kr. 132,00“, segir Sigurður.

image

Hleðslutengið er komið til viðbótar við hefðbundna eldsneytisáfyllingu.

„Compass kemur í þremur útgáfum. Limited svartur kostar 5.999.000 kr. og aðrir litir kosta 163.000 kr nema perluhvítur 233.000 kr. Jeep® Compass Trailhawk kostar 6.490.000 og “S” kostar 6.599.000. Allir eru með svörtu þaki.

Jeep® Renegade Trailhawk hvítur kostar 5.499.000 kr og aðrir litir 163.000 kr. Allir eru með svörtu þaki“.

Bensín + rafmagn

Vélarnarar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni á rafmagni allt að 50km og meðaleyðslu 1,9l/100km en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni á rafmagni allt að 50km og meðaleyðslu 2l/100km, en allar tölur hér að ofan varðandi eldsneytiseyðslu og drægni miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda (NEDC).

Hármarkshraði þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130km/klst.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is