Porsche þrívíddarprentar stimpla ætlaða í 911 GT2 RS

Porsche í samstarfi við Mahle og Trumpf er að gera tilraunir með að þrívíddarprenta stimpla í 911 GT2 RS. Fyrstu prófanir lofa góðu.

image

Stimplarnir eru framleiddir úr áldufti sem er brætt með leysigeislum. Það tekur 12 klukkutíma að framleiða einn stimpil svo þetta stefnir ekki í fjöldaframleiðslu.

Hér er hægt að lesa meira.

Sjón er sögu ríkari er sagt og skoðið endilega eftirfarandi myndbönd sem sýna framleiðsluna og prófanirnar mjög vel.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta þróast.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is