Myndum af Mercedes-AMG GT Black Series lekið á undan opinberri frumsýningu

    • Mercedes hefur óvart sent frá sér myndband sem sýnir nýja AMG GT Black Series ofursportbílinn, viku á undan áætlaðri frumsýningu bílsins í næstu viku

Nýi Mercedes-AMG GT Black Series hefur verið óvart opinberaður, viku á undan áætlaðri frumsýningu bílsins þann 15. júlí. Þýska vörumerkið setti kynningarvídeó ofurbílsins óvart á YouTube og afhjúpaði hönnun bílsins að utan og AutoExpress-vefurinn greinir frá.

image

Þegar Mercedes-AMG GT Black Series fer í sölu seinna á þessu ári mun hann vera öfgakenndasta vegaútgáfan af bílnum til þessa og er innblásinn frá Mercedes-AMG GT GT3 keppnisbílnum.

Í útliti mun Black Series vera með sömu einkenni og kappakstursbíllinn, þar á meðal risastóran væng að aftan, vindkljúf að framan, vélarhlíf með loftopum, breiðari hjólboga og stóri vængurinn að aftan er stillanlegur. Til að hjálpa vélinni að anda betur hefur Mercedes-AMG einnig komið fyrir útblásturskerfi með uppfærðum forþjöppum og soggrein með betra flæði.

image

Bíllinn verður með mjög endurstilltri útgáfu af V8 GT vél með tvískiptu túrbó, sem mun líklega hafa nýjan kambás og endurbætt vélastjórnunarkerfi

Allar þessar uppfærslur þýða að afköst Black Series ættu að fara upp í vel yfir 600 hestöfl, sem er veruleg aukning miðað við núverandi flaggskip GT, 573 hö GT R Pro. Tog ætti einnig að sýna aukningu miðað við 700 Nm í Pro-bílnum.

Lekið myndband Mercedes-AMG sýndi ekki mikið af innréttingu GT Black Series, en AutoExpress reiknar með að það verði að mestu leyti svipað og AMG GT R Pro, með par af bólstruðum kolefnistrefjastum og sportstýri. Eins og með GT R Pro, væri einnig hægt að bjóða brautarpakka Mercedes-AMG sem aukabúnað, bæta við fullu velstibúri, öryggisbeltum og slökkvitæki.

Eins og hefðbundið er með gerðir Mercedes Black Series, þá er líklega þessi mjög ofurgerð AMG GT muni marka endir á líftíma Coupé-bílsins. Reiknað er með að bíllinn verði áfram í framleiðslu fram til ársins 2022 áður en honum verður skipt út fyrir alveg nýja gerð.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is