Mercedes-Benz útskýrir „töfra“ tækni 2021 árgerðar S-Class

Mercedes-Benz er að pakka kílómetra löngum lista yfir tæknieiginleika í næstu kynslóð S-Class, þar á meðal handfylli atriða sem við höfum aldrei séð í bíl áður. Autoblog settist stafrænt niður með nokkrum verkfræðingum og hönnuðum sem þróuðu bílinn til að læra meira um hvers vegna það væri svo mikilvægt að hækka stig tækniútgáfunnar.

image

S-Class hefur ávallt verið í anda síns áratugar

„Þegar litið er til baka hefur S-Class alltaf verið spegill áratugarins sem hann er í,“ sagði Gorden Wagener, yfirmaður hönnunardeildar Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes-fyrirtækisins, við Autoblog. W222 endurspeglar síðasta áratuginn, svo W223 mun endurspegla þann núverandi. Ég held að það sé mjög framsækinn tími, jafnvel óháð bílaiðnaðinum, svo við vildum að S-Class væri mjög framsækinn.

image

Það er svolítið tæknilegt , já, það er hátækni í lúxusskel. Það þarf að vera til þess að skilgreina áratuginn sem við erum í. Við hönnuðum framsæknasta S-Class nokkru sinni. Hann mun verða fullkominn hlutfallslega, sérstaklega miðað við hvað þú getur gert með þriggja kassa hönnun.“

image

Mælaborðið lykilatriði

Einn af fyrstu stafrænu eiginleikunum sem ökumenn munu upplifa eftir að hafa tekið sér sæti í nýjum S-Class er stillanlegt mælaborð með raunverulegum þrívíddaráhrifum. Þetta er ekki IMAX bíó; ökumenn þurfa ekki að nota 3D gleraugu til að sjá hraðamælinn virka. Það samanstendur af hefðbundnum LCD skjá með sérstakri uppbyggingu pixla og stjórnanlegum LCD-skjá.

image

Þetta kerfi er flókið og að fínstilla það var líklega ekki ódýrt, en Mercedes sagði að stjórnendur samþykktu það að mestu vegna þess að það sé flott og einstakt.

image

Vá-áhrif!

„Það eru örugglega 'Vá!' áhrif, það lítur mjög framúrstefnulegt út. Það er í takt við þrívíddaráhrifin sem þú sérð í sprettiskjánum í sjónlínu ökumannsins, þar sem þú sérð örvarnar fyrir framan bílinn. Það er er eins og galdur þegar þú ekur og þrívíddarskjárinn hefur svipuð áhrif. Ég held að það sé töfrandi ný tækni,“ sagði Gorden Wagener, yfirmaður hönnunardeildar Daimler, við Autoblog. Ökumenn sem eru honum ósammála munu geta slökkt á þrívíddar-áhrifunum.

Þrátt fyrir að við höfum ekki séð 2021 S-Class í tilbúinni gerð enn þá, þá staðfesta ýmsir lekar og forsýningarmyndir að bíllinn er enn þekkjanlegur sem flaggskip Mercedes-línunnar.

image

Tímalaus hönnun að utan hefur næstum alltaf einkennt þennan bíl, þannig að næsta kynslóð ætti að líta tiltölulega fersk út árið 2030, en að hanna innréttingu sem þarf að vera í gangi í næstum áratug er mun erfiðara en áður var vegna þess að tæknin breytist svo hratt. Wagener sagði okkur að lið útlitshönnuða hafi tekið mið af framförum þegar hópurinn teiknaði innanrými fólksbílsins.

„Við vorum fyrstu til að hengja upp skjáinn fyrir framan mælaborðið, byrjaði með síðustu kynslóð minni bíla okkar. Þegar við gerðum það fyrst sögðu sumir: „Það lítur út fyrir að vera aðfenginn hlutur!" En nú gera allir það . Skjáirnir eru fljótandi, sem gerir það auðveldara að uppfæra þá. Hugbúnaðurinn verður uppfærður allan tímann þráðlaust og auðvitað geturðu stjórnað mörgum hlutum eins og í snjallsíma. Uppfærslur, viðbætur, hvað sem er", segir hann.

image

Þráðlausar uppfærslur

Uppfærsla í loftinu er aðeins ein af nýjum kostum MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Eins og áður hefur verið greint frá í fræettum mun það einnig gera farþegum kleift að kaupa í bílnum, það mun hafa samskipti við hina ýmsu skynjara bílsins og það gerir notendum kleift að stjórna nettengdum tækjum við akstur. Mercedes bætti jafnvel Chit-Chat aðgerð sem veitir svör við grundvallarspurningum til að halda farþegum – sérstaklega þeim yngri – uppteknum.

„Við höfum byggt upp nokkrar skynvæddar þjónustur inn í MBUX“, sagði Sajjad Khan, stjórnarmaður fyrirtækisins fyrir tengdar þjónustur, sjálfstýrðan akstur, sameiginlega þjónustu og rafbíla (CASE)."

image

„þú vilt spyrja um land, eins og hvað er höfuðborg eða íbúar þess, geturðu gert það annað hvort úr aftursætunum eða framsætunum. Það er eins og Wikipedia, eða hver önnur alfræðiorðabók. Auðvitað, þessi tækni er tengd stafrænt í skýi. Þess vegna gætirðu líka spurt hvernig hundur geltir eða hvað hljóð endur eru með. Við bættum þessum möguleika við fyrir krakka sem sitja í aftursætinu; þeir gætu viljað auka þekkingu sína í stað þess að leika sér í farsímanum“.

Kemur sem 2021-árgerð seint á árinu 2020

Mercedes-Benz mun gefa út frekari upplýsingar um næstu kynslóð S-Class á næstu mánuðum, svo að það gæti haft aðrar óvæntar uppákomur og fólksbifreiðin mun koma í sýningarsali umboða seint á árinu 2020 sem 2021 árgerð.

image

(byggt á frétt á Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is