Volvo mun innkalla 2 milljónir bíla til að laga öryggisbelti

    • Fyrirbyggjandi aðgerð sem snertir 957 bíla hér á landi

image

Innköllunin hefur áhrif á fyrstu kynslóð XC60, sem var söluhæsti bíll Volvo á heimsvísu á umræddu tímabili sem aðgerðin tekur til. Volvo seldi næstum 1,07 milljónir eintaka af þessum bíl frá 2008-17.

Volvo mun innkalla 2,18 milljónir ökutækja um heim allan til að gera við stálvír sem gæti slitnað og dregið úr aðhaldsgetu framsætisbeltanna.

Þetta er stærsta innköllun í 93 ára sögu fyrirtækisins.

Meira en 400.000 ökutæki sem verða fyrir áhrifum eru í Svíþjóð, meira en 300.000 eru í Bandaríkjunum og 178.000 eru í Þýskalandi.

„Þetta er öflug lausn, til að útiloka að þetta komi upp síðar“, sagði Volvo.

Bílaframleiðandinn sagði að engar tilkynningar hafi borist um slys eða meiðsli.

Eigendur 957 bíla á Íslandi fá bréf frá Brimborg

Við höfðum samband við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar, umboðsaðila Volvo á Íslandi og leituðum frétta af því hvaða áhrif þetta hefði hér á landi.

„Um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerð, en engin tilfelli eru þekkt um að eitthvað hafi komið upp á“, segir Egill.

„Þetta fer í hefðbundið innköllunarferli hjá Brimborg skv. ferli Volvo. Bréf fer út í næstu viku á eigendur 957 bíla til að láta þá vita.

Stórfelld innköllun

Helstu svæðin þar sem Volvo-bílarnir sem þetta snertir eru staðsettir:

(byggt á frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is