Land Rover sýnir Defender Hard Top

    • Grunngerð sem hentar vel verktökum og atvinnulífinu
    • Þessi gerð er aðeins með framsætum og er á stálfelgum

Land Rover vonast til að þagga niður í gagnrýnendum sem halda því fram að gera Defender að of miklum „lúxusbíl“ með því að kynna grunngerð bílsins sem heitir Hard Top. Þetta er ódýrari, tiltöluleg „grunngerð“ af jeppanum sem er hannaður til að virka betur með starfsmenn til að laga raflínur en að fara með fjölskylduna í útilegu um helgina.

image

En núna þegar við höfum séð Defender sem ætlaður er almenningi, útskýrði fyrirtækið Hard Top (nafn sem í orðalista Land Rover á rætur að rekja til 1950) bíl, sem byggður er á sama álgrunni og Defender, og sem hefur verið þróaður af sérsmíðadeild fyrirtækisins.

image

Stutt og lengra hjólhaf, kallaðir 90 og 110, hvor um sig, verða fáanlegar.

Aðeins með framsætum

Stálfelgurnar munu undirstrika skuldbindingu Hard Top varðandi notagildi umfram útlit og Land Rover mun skipta út aftasta glugganum með málmplötu þar sem kaupendur geta málað lógó fyrirtækisins og / eða haft upplýsingar.

image

Þó myndir af innréttingunni séu enn ekki til staðar, útskýrði Land Rover að báðar Hard Top gerðirnar muni bjóða upp á tvö framsæti í grunnútgáfu, en valfrjálst miðjusæti mun auka sætisgetuna í þrjú.

image

Bifreiðar sem þurfa sæti í annarri eða þriðju röð þurfa að fara í dýrari útgáfuna, því Hard Top-bílarnir voru þróaðir til flutninga á farmi. Afturhurðin er nógu stór til að taka við stöðluðu vörubretti.

Samt vel búnir tæknilega

Land Rover getur aðeins gengið svo og svo langt að fjarlægja efni frá Defender og Hard Top er enn talsvert meiri hátækni en fráfarandi Defender.

image

Jeppinn er með Apple CarPlay og Android Auto samhæfni, hann getur fengið uppfærslur þráðlaust og bíllinn er útbúinn með fjölda rafrænna hjálpartækja eins og ClearSight baksýnisspegli, Advanced Tow Assist, 360 gráðu myndavél, svo og hjálparstigi umhverfis 2. Í upprunalegu Defender var aksturshjálp takmörkuð við fótstig, stöng fyrir handbremsuna, og aðra til að skipta um gíra og stýri.

Grunnverð um sex milljónir króna á Englandi

Í Bretlandi mun Land Rover Defender Hard Top verða til sölu síðla árs 2020 með grunnverð upp á 35.500 pund auk skatta, fjárhæð sem samsvarar rétt um sex milljónum króna.

image

Þegar bíllinn kemur á markað verður ein aðal keppinautur hans Ineos Grenadier sem sagt er að verði frumsýndur þessa dagana eins og við höfum fjallað um hér á þessum vef. Það hljómar eins og Grenadier-jeppinn sé mun nær upprunalega Defender en núverandi kynslóð, að hluta til vegna þess að hann verðru með yfirbyggingu á grind og heila öxla. Þó að verið sé að frumsýna Grenadier þessa dagana er reiknað með að framleiðsla hefjist í Wales árið 2021.

(byggt á frétt á Autoblog – myndir frá Land Rover)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is