Allur aldur á Selfossi

Bílaklúbbur Suðurlands stóð fyrir sýningu um helgina. Margt var um flotta fáka og sjá mátti marga gamla og góða úr öllum áttum. Þarna úði og grúði af öllum gerðum og stærðum. Svo eitthvað sé nefnt rákumst við á Saab 900 turbó, Toyota Tercel, opinn Bronco og einn fyrst Chevrolet Camaro bíl sem kom til landsins. Þarna voru einnig BMW, Volvo, Lada, Unimog, Rambler, Pontiac og Opel.

Elsti Camaro á Íslandi

Umræddur Camaro er RS/SS árgerð 1967 og líklega elsti Camaro hér á landi í dag. Þessi bíll kom til landsins með bandarískum hermanni á Keflavíkurflugvelli árið 1976 og var fyrst skráður á íslensk númer árið 1984. Bíllinn ber upphaflegt verksmiðjunúmer. Sérpantaður búnaður í bílnum eru RS pakki (Rally Sport) sem inniheldur ljósalokur og krómpakka ásamt fleiru.

image

Ef RS og SS pakkarnir eru pantaðir saman er SS merkingin notuð. Í bílnum er dýrari hurðaklæðning og önnur hurðaspjöld en í grunntýpunni. Í bílnum eru fjögurra stimpla diskabremsur að framan og fjögurra gíra kassi ásamt fleiru.

image
image

Kraftur sem heyrist í

Vélin í bílnum er ekki af máttlausari kantinum - 5.7 lítra / 350 cubic í 4 bolta blokk. Edelbrock „heitur kambás" með vökvaundirlyftum, potthedd með víkkuðumm inn og útgöngum. Edelbrock „Performer" millihedd, 4 hólf Holley 650 cfm, double pump blöndungur og pústflækjur. Háspennt Petronex fjölneista kveikja, 2.5 tommu tvöfalt pústkerfi með krossmillipípu og hálfopna „túrbó" hljóðkúta.

image

Við látum myndirnar tala sínu máli.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is