2021 Ford Mustang Mach 1 er heitasti Mustang frá tíma Shelby

    • Blanda af Shelby atriðum gera Mach 1 betri

image

2021 Ford Mustang Mach 1 með viðbótarpakka (nær) og venjulega gerðin Mach-1 (aftar) Myndir: Ford.

Við sögðum frá því að Ford Mustang Mach-E rafbílnum myndi seinka fram á næsta ár, hið minnsta á sumum svæðum, en Ford Mustang Mach 1 árgerð 2021 er komin og þar með lýkur 17 ára bið eftir þessum sérstæða sportbíl. Og þó að þennan skorti loftinntakið á vélarhlífinni sem einkenndi þann síðasta, þá bætir hann það upp með því að koma með í helling af íhlutum sem auka afköstin að mati bílavefsins Autoblog, þar á meðal mörgum frá Shelby línunni.

GT 5 lítra V8

Undir vélarhlífinni er Mustang GT, 5-lítra V8, en uppfærð með endurkvarðaðri vélartölvu og inntaksgrein GT350. Niðurstaðan er sú að vélin gefur 480 hestöfl og 570 Nm tog, rétt eins og Bullitt Mustang var með áður. Á vélinni er þitt val á sex gíra handskiptum gírkassa eða 10 gíra sjálfskiptingu. Handskipti kassinn er sami gírkassinn og þú færð í Shelby GT350. Kasssinn er einnig með samsvörun skiptingar fyrir niðurskiptingu.

Sjálfskiptingin er 10 gíra kassinn sem þú finnur í öðrum Mustang GT en með uppfærðum togbreytir og endurstilltri tímastillingu á skiptingu.

Ford hefur einnig útbúið Mach 1 með mikið af kæligetu til að tryggja að þú getir ekið honum hratt. Vélin fær GT350 olíukæli, sem bætir einnig við 50% meiri olíumagni.

Beinskiptingin fær sinn eigin olíukæli frá GT350, og sjálfskiptingin er með þá tvo. Jafnvel aftara mismunadrifið fær olíukæli, þessi kemur frá Shelby GT500.

Undirvagninn og loftaflfræðin fá einnig nokkrar uppfærslur. Segulfjöðrun er venjulegur búnaður ásamt stífari jafnvægisstöngum og framfjöðrum, stífari afturfjöðrun, „Mustang Performance Package 2“ hemlaaukning og GT500 afturlið. Undirhlíf bílsins er aðeins lengri en á venjulegum Mustang GT til að veita aukið loftflæði undir bílinn. Afturvængurinn kemur beint frá GT500. Meðhöndlunarpakkinn, sem er aðeins fáanlegur með beinskiptingu, bætir við stórum vindklúf að framan, aukabrún við hjólbogana og Gurney-flipa á afturvængnum.

Ford Mustang Mach 1 árgerð 2021:

image
image
image
image
image

Auðvitað er Mach 1 ekki án nokkurra sjónrænna endurbóta. Bíllinn er með einstakan framenda með tómum þokuljósaopum sem minna á Mustang fyrri tíma. Venjulegu felgurnar eru 19 tommu sem ætlað er að líta út eins og „gamaldags“ Mach 1 felgur. Meðhöndlunarpakkinn fær annað sett sem eru tommu breiðari, fara frá 9,5 tommum í 10,5 tommur að framan og frá 10 í 11 tommur að aftan. Skrautstykki eru máluð í dökkgráu, og satín svartar rendur eru á vélarhlífinni og á hliðum bílsins.

Bílarnir koma með rauðum eða hvítum endurskinsmerkjum eða appelsínugulum á útlitspakka sem gerir einnig sérstaka dökkgráa málningu fáanlega. Að innanverðu er einstakt mælaborð með áli, hvít kúla á gírskiptingu og merkingu.

Ford Mustang Mach 1 með viðbótarpakka:

image
image
image

Kemur í sölu næsta vor

Mach 1 kemur í sölu á næsta vori. Verðlagning er ekki enn tiltæk. Þó að bíllinn sé fáanlegt annað hvort með handskiptingu eða sjálfskiptingu er hann aðeins fáanlegur sem Coupé. Autacoar reiknar með að verðið verði aðeins yfir Bullitt, sem byrjaði á um 48.000 dollurum, en vissulega ekki eins dýr og u.þ.b. 61.000 dollarar fyrir Shelby GT350.

image

Einn nýr og tveir gamlir – góðir saman.

image

Ford Mustang Mach 1 árgerð 2021 nær okkur og einn af þeim gömlu á bak við.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is