Þrettán árum eftir bílslysið

Að koma að bílslysi getur verið hrikaleg lífsreynsla og viðbrögð þeirra sem fyrstir koma á vettvang skipta auðvitað gríðarlegu máli. Hér er saga sem undirrituð mátti til með að snara yfir á okkar ástkæra og ylhýra því sagan er bæði falleg og lýsir manngæsku.

Jú, það gat pilturinn staðfest; honum var bjargað út úr logandi bíl eftir alvarlegan árekstur þegar hann var fjögurra ára gamall.

Chris var ekki í nokkrum vafa lengur: Þetta var greinilega drengurinn. Ótrúlegt en satt. Þrettán árum fyrr var Chris einn þeirra örfáu sem komu til aðstoðar á þjóðvegi 101 þar sem bíll stóð í ljósum logum. Hann hafði, ásamt öðrum barist við logana m.a. með því að leggja frakkann sinn á eldinn (ég veit ekki hvernig þetta virkar en það er aukaatriði í þessu samhengi) og þannig komust þeir að litla drengnum og tókst að draga hann úr aftursæti brennandi bílsins.

Hinn sautján ára gamli piltur þáði gjöfina með þakklæti og þetta var víst tilfinningaþrungin stund sem ég ætla nú ekkert að reyna að lýsa – enda var ég ekki á staðnum!

image

Mynd/Chris Thorpe

Innst inni skil ég þó hvernig Chris leið öll þessi ár því það er dásamlegt að bjarga mannslífi en svo er sérstakt að hafa ekki hugmynd um hvernig þeim reiðir af sem manni tókst að bjarga. Hann hugsaði oft til drengsins, þessa fjögurra ára snáða sem hann bar út úr brennandi bílnum allur í brunasárum…

Það eina sem hann gat vonað var að stráksa liði þokkalega og að hann ætti sömu möguleika og aðrir í lífinu. Nú vissi hann það og það var góð tilfinning!

Rétt er að geta þess að Chris sjálfur deildi ekki sögunni þar sem ég rakst á hana á þræði á vefnum Quora.com. Það væri líka frekar furðulegt. Hann gaf aftur á móti leyfi fyrir birtingu myndarinnar sem eiginkona hans tók af þeim félögum við endurfundina. Það er myndin sem ég birti hér að ofan.

Forsíðumynd: Unsplash/Florian Olivo

Fleiri „manneskjusögur“:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is