Ford Mustang Mach-E crossover-rafbílnum seinkað til 2021 á sumum svæðum

Ford Mustang Mach-E rafbíllinn er með meira spennandi bílum sem átti að koma á markað á þessu ári – það gæti orðið bið á því að þetta gerist.

Samkvæmt fréttum gæti nýi rafbíllinn Mach-E verið töluvert á eftir áætlun en Ford hefur aðeins tilkynnt opinberlega um tafir á sumum mörkuðum.

image

Samkvæmt opinberum fréttum frá Hollandi, Frakklandi og Bretlandi - með tölvupósti Ford til pöntunarhafa - mun hinn rafknúni Mustang Mach-E crossover-bíll ekki koma til afhendingar fyrr en snemma árs 2021. Í þessum löndum hafði Ford áður lofað fyrstu afhendingu á árinu 2020. Ef bílaframleiðandinn getur staðið við afhendingar snemma árs 2021 er þetta í raun ekki slæmt miðað við kringumstæður sem tengjast heimsfaraldri COVID-19.

Halda sig enn við afhendingar á Bandaríkjamarkaði árið 2020

Enn sem komið er hafa engar opinberar fréttir borist frá Ford eða fyrirvari komið fram um að Mach-E muni seinka. Ford hefur haldið áfram að fullyrða að vírusinn hafi ekki haft áhrif á framleiðslu inna Bandaríkjanna eða afhendingu komandi rafmagns sportjeppa. Reyndar hefur Ford að sögn svarað fyrirspurnum frá ýmsum vettvangi. Þar sagði að nú séu engar bandarískar seinkanir og Mach-E muni enn koma til 2020.

(Heimildir: Insied eev - Mach-E Club, Mach-E Club (2), Mach-E Forum.com)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is