Ford og VW munu framleiða saman um það bil 8 milljónir atvinnubíla

image

Herbert Diess, forstjóri VW, og Jim Hackett, forstjóri Ford, tilkynntu formlega um samstarf fyrirtækja sinna í júlí 2019.

Ford Motor Co. og Volkswagen Group sögðu á miðvikudag að þeir myndu smíða allt að 8 milljónir eininga af meðalstórum pallbílum og sendibílum, sem hluta af samstarfi fyrirtækjanna sem tilkynnt var um á síðasta ári.

Bílaframleiðendurnir munu eiga samstarf um borgarsendibíl sem er smíðaður af Volkswagen, 1 tonns flutningabíl sem þróaður var af Ford og Volkswagen miðlungs pallbíl, sem smíðaður verður á grunni á Ford Ranger pallbílsins, smíði hans mun hefjast árið 2022.

Bandaríski bílaframleiðandinn mun einnig smíða ný rafknúin ökutæki fyrir Evrópu frá og með 2023, smíðuð á „Modular Electric Drive“ grunni Volkswagen, og gæti skilað meira en 600.000 bílum á nokkrum árum.

Ford og VW tilkynntu um áætlun sína um samstarf í janúar 2019 þar sem bílaframleiðendur um allan heim taka höndum saman um að fjárfesta í rafmagns- og sjálfkeyrandi tækni til að hjálpa til við að spara milljarða dollara. Herbert Diess, forstjóri VW, og Jim Hackett, forstjóri Ford, tilkynntu formlega um samstarf fyrirtækja sinna í júlí 2019.

(REUTERS)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is