Munið þið eftir „vægast- sagt- spes“ náunganum um daginn sem bjó til fyrstu þotuknúnu Tesluna? Jú, ég hélt það nú líka! Og munið þið eftir hinum „nokkuð-spes“ náunganum? Sem setti V8 mótor í Teslu? Akkúrat. Tveir náungar sem maður gleymir ekki svo glatt. Hér hittast þessir tveir og ekki nóg með það…

… heldur bætist Alex nokkur við en hann heldur úti YouTube rásinni Legit Street Cars. Sá á P100 DL Tesla MODEL S sem er að sögn gauranna „hraðari en pappírarnir segja til um“. Þeir ætla í spyrnu.

Bílarnir eru því Tesla Model S P85 DL (kynslóðin sem kom á undan P100) með þotumótorunum og bíllinn hans Alex. Það var kannski engin ástæða til að keppa á Teslu með V8 og bíllinn hans Alex mun betri keppinautur.

Þá erum við alla vega komin með eina venjulega Teslu og einn ekkert sérstaklega furðulegan nánunga. Það jafnar dæmið aðeins út.

Auðvitað eru þetta óttalegir bullustampar þannig að ég leyfði mér að stökkva yfir fyrstu fimm mínúturnar þar sem talað er um „vanbúnar“ burritos því næst gúffa mennirnir í sig rjómaís og þess háttar. Hefst því spilun myndbandsins (hér fyrir neðan) á nokkuð hlutlausum stað, þar sem verið er að setja eldsneyti á þotu-Tesluna. K-1 Kerosane heitir það og má lesa meira um það hér.

image

Að setja eldsneyti á þotu-Tesluna er ekki bara fólgið í að „tanka-búið-burt“ heldur fer hér fram heilmikil eðlis- og efnafræði með tilheyrandi útreikningum. Gott að hafa það í huga, ætli menn sér að breyta bíl í þotubíl. Það þarf að reikna býsna margt út því ekki kemur kvikindið svona út úr verksmiðjunni. Allra síst rafbíllinn Tesla.

Þeir sem vilja skauta yfir þennan hluta geta farið beint á mínútu 10:00 og þar byrjar ballið. Eða bálið. Í það minnsta þotumótorarnir.

Og hvað gerir vinur okkar, prófessor Vandráður de Trix eða Matt Mikka? Jú, hann ræsir þotumótorana, með tilheyrandi eldsúlum, á bensínstöðinni! Upp við bensíndælurnar…

image

Úff, er þetta nú sniðugt í bensíngufunum? Og við dæluna og allt það? Skjáskot/Youtube

Kemur ekki á óvart að maðurinn geri einmitt þetta; þetta er jú maður sem  blastar snarkandi þotumótorum á þéttpökkuðu bílastæði  fyrir utan verslunarmiðstöðina, bræðir síma og hálfsteikir fugla sem fyrir ólukku voru nærri þegar utangátta prófessornum, nýja „vini“ mínum, þóknast að kveikja á þotumótorum í hverfinu!

Kannski er þetta bara eðlilegt og ekkert að því að vera með eldsúlur og stróka, eða hvað það nú heitir, í lofttegundateitinu við besínstöðina. Kannski er þetta bara misskilningur af því maður sér aldrei þotubíla á bensínstöðvum þar sem bensíngufurnar eiga til dæmis heima. Já, og maður bara sér aldrei þotubíla úti í umferðinni, svona almennt. Alla vega ekki hér í Hafnarfirðinum.

Þeir  sem hvorki hafa gaman af fíflagangi né nördskap í sjöunda veldi ættu auðvitað ekki að horfa á þessi skrítilmenni.

image

Já, það er ekki alveg hefðbundið fólk sem hér kemur fram. Það er heldur ekkert venjulegt við það að keyra upp þrjá þotumótora á bensínstöð.

Hinir sem vilja rjúka beint í kappaksturinn ættu að byrja á mínútu 13:00 í myndbandinu.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is