2021 Ineos Grenadier: fyrsta frumgerðin komin í prófanir í dulargervi

    • Fyrsta sýn á þessa frumgerð sýnir harðgerðan 4x4 er með klassískri hönnun innblásinni af gamla Land Rover Defender

Við höfum áður fjallað um Grenadier-jeppann, sem Sir Ian Ratcliffe, sem við þekkjum betur vegna þess að hann á nokkrar laxveiðijarðir á norðausturlandi, ætlað að smíða í Ineos-verksmiðjum sínum í Wales.

image

Myndir náðust af bílnum á stað sem lítur út eins og vel falin prófunarstöð í Bretlandi, þetta er fyrsta sýn á grunngerð þessa nýja jeppa á undan væntanlegri afhjúpun á næstu vikum.

image

Þrátt fyrir að við vissum að þetta væri alvöru torfærubíll sem þróaður var í sama anda og upprunalegi Land Rover Defender, staðfesta myndirnar að yfirbyggingin sýnir að þetta verður alvöru jeppi. Horft að framan getum við líka séð svip á fyrstu útgáfu af Mercedes-Benz G-Wagen.

image

„Stigagrind er eina leiðin til að smíða rétta 4x4 torfærutækið,“ sagði yfirverkfræðingur fyrir samþættingu smíði jeppans, Andreas Albrecht. „Við erum ekki að smíða grindarlausan bíl því við erum ekki að byggja sportjeppa (SUV)“.

(Autocar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is