Hvernig virka vatnslásar?

Yfirleitt virka þeir bara vel! En þegar þeir bila festast þeir oftast annað hvort opnir, sem veldur því að mótorinn er lengi að hitna, eða festast lokaðir sem getur valdið því að vélin ofhitnar.

image

Nokkrar gerðir af vatnslásum

Vatnslás er ventill eða loki sem er með vaxfylltum strokk en vaxið mýkist og þenst út við hita. Þá yfirvinnur vaxið kraftinn í gormi sem heldur vatnslásnum lokuðum og þá streymir heitur kælivökvi frá vélinni inn í vatnskassann.

Vatnslásar eru staðsettir á milli vélar og vatnskassa, yfirleitt utan á vélinni.

Það er stundum hægt að fá vatnlása sem eru mismunandi heitir eins og það er kallað. Þ.e. þeir opna við mishátt hitastig en það getur verið kostur ef vél hitnar of mikið og hratt eða lítið og of hægt.

Þá er talað um að skipta um vatnslás og setja kaldari eða heitari vatnslás í staðinn.

Myndbandið hér á eftir sýnir virkni og uppbyggingu vatnslássins mjög vel.

Takið eftir því að vatnslásinn er ofarlega á vélinni og vatnið fer inn í vatnskassann í gegnum efri hosuna (slönguna). En það er af því að heitt vatn eins heitt loft leitar upp. Þegar kælivatnið kólnar í vatnskassanum sígur það niður að botninum þetta auðveldar vatnsdælunni að vinna sitt verk.

Þessu tengt: 

[Grein frá janúar 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is