Nýr Land Rover Defender: Sex strokka dísilvél í prófun

    • Land Rover heldur áfram að stækka Defender sviðið með 3,0 lítra nýrri mildri-blendingsvél

Nokkrum vikum eftir að bensín V8 Defender náðist á mynd við prófanir nálægt aðalstöðvum Land Rover við Gaydon, hefur ljósmyndari Autocar náð fyrstu myndum af sex strokka dísilvél í prófun.

Þrátt fyrir að nýju myndirnar sýni aðeins afturhlið 4x4, þá sýnir númeraplata bílsins að jeppinn notar mildan blending á 3,0 lítra dísilvél.

image

Njósnamynd á vef Autocar af Land Rover Defender með sex strokka dísilvél. Talið er að boðið verði upp á þessa nýju vél í báðum gerðum Defender.

Þessar fyrstu myndir fylgja í kjölfar skjals sem lekið var í fyrra sem leiddi í ljós áform Land Rover um að bjóða sex strokka vél sem eina dísilvalkost fyrir Defender á Bandaríkjamarkaði.

image

Land Rover Defender sex strokka dísil í nærmynd.

Að mati Autocar er Jaguar Land Rover að þróa dísilútgáfur af nýjustu Ingenium sex strokka vélinni sinni sem hluta af vélafjölskyldu. Vélin verður nefnd D300 og búist er við því að Defender fái 296 hestafla útgáfu þar sem vélarnar munu koma í báðum gerðum Defendar. Sú staðreynd að vélin er er skráð sem vægur blendingur passar inn í þetta.

image

Land Rover Defender V8 - njósnaskot. Mynd náðist af V8 Defender í reynsluakstri fyrir aðeins nokkrum vikum.

Skjalið sem lekið var segir þessi vél nái 7,4 sekúndna tíma frá 0-100 km/klst, þó að það sé ekki ljóst hvort þetta er fyrir Defender 90 eða 110. Gert er ráð fyrir að vélin muni koma á markað í Bandaríkjunum undir lok þessa árs og í Evrópu og Bretlandi á svipuðum tíma.

Sex strokka dísilvalkosturinn mun koma fyrir ofan núverandi dísilframboð: fjögurra strokka D200 og D240, sem bjóða upp á allt að 197 hestöfl og 237 hestöfl. Það ætti einnig að bjóða upp á verulega meira tog en sem fjögurra strokka vélarnar bjóða. Frekara afbrigði sem verður kynnt, líklega snemma árs 2021 eða fyrr, verður bensínvél með tengitvinnbúnaði sem gert er ráð fyrir að kölluð P400e

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is