Alfa Romeo er 110 ára

    • Saga merkisins og hvað er þetta með snákinn sem er að borða mann?
    • Við skoðum nánar merkinguna á bak við hið fræga tákn Alfa.

Anonima Lombarda Fabbrica Automobili á ítölsku, eða „Bílaverksmiðjan í Langbarðalandi, almenningshlutafélag“, (skammstafað A.L.F.A.) var stofnað 24. júní 1910 og skömmu síðar valið merki sem líkist því sem er í notkun í dag. Svo, hvað er með snákinn sem er að borða mann og hver er meiningin á bak við Alfa Romeo táknið?

image

Skjaldarmerki Milanó á Filarete-turninum.

image

Fáni Milanó.

Biscione þýðir í grundvallaratriðum „gras snákur“ og tenging táknmyndarinnar við Mílanó gæti stafað af minjagrip úr bronsi sem var fluttur til borgarinnar frá Konstantínópel af Arnolf II í Arsago, sem starfaði sem erkibiskup í Mílanó frá 998-1018. Þessi mynd auk framsetningar á opinberum fána Mílanó - rauðum krossi á hvítum bakgrunni - eru þættirnir sem hafa skilgreint öll níu lógó Alfa.

image

1910-1915

Einfaldasta og hreinasta túlkun hverrar hönnunar er venjulega sú fyrsta. Við sjáum greinilega að Biscione étur mann sem talið er að sé barn eða hugsanlega Mári eða Ottoman-Tyrki. Kóróna sem borin er á höfði snáksins aðgreinir þetta opinbera tákn frá Mílanó frá einkafyrirtæki Visconti fjölskyldunnar. Orðin ALFA efst og MILANO neðst eru aðskilin með tveimur „áttföldum Savoy hnútum“, tákni konungshúss Savoy, sem sameinaði Ítalíu árið 1861.

image

1918-1925

Þegar fyrri heimsstyrjöldin var að fara í gang fóru bankarnir sem áttu skuldir A.L.F.A. þess á leit við Nicola Romeo, athafnamann frá Napólí, að reka fyrirtækið. Portello (fyrrverandi Darracq) verksmiðja fyrirtækisins framleiddi þjöppur, skotfæri og flugvélamótora. Þegar bílaframleiðsla hófst að nýju var fyrirtækið endurnefnt Alfa-Romeo og merkið var uppfært í samræmi við það og með línulegri letri.

image

1925-1945

Merkið var sett í gulllitaðan lárviðarhring til að fagna sigri Alfa P2 í fyrstu heimsbikarkeppninni í kappakstri bíla, með sigri í tveimur af fjórum meistarakeppnum með Antonio Ascari sem ók í Grand Prix í Evrópu á Spa og Gastone Brilli-Peri sem sigraði ítalska Grand Prix í Monza eftir banvænan átrekstur hjá Ascari, en hann leiddi franska Grand Prix í Montlhéry á þess á milli.

image

1946-1950

Með falli ítalska konungsveldisins var skipt um keisarahnútana í tvær bylgjulínur. En mikilvægari við þessa endurskoðun er sú staðreynd að sprengjuárásir á stríðsárunum skemmdu verulega allar ítalskar verksmiðjur, þar með talið framleiðendur margra litaða merkjanna Alfa. Þessa mjög einfölduðu hönnun var auðveldara að framleiða í tveggja tóna gulli á rauðu, með einfaldari hring á brúninni og feitari, sléttari höggorm með færri vafningum. Sá sem hann étur var líka settur á hlið. Þessi dramatískasta endurhönnun í sögu Alfa var einnig sú stysta.

image

1950-1960

Merki í fullum lit kom aftur með silfurumgjörð árið sem Alfa Romeo sigraði í fyrstu formúlu 1 keppninni með heimsmeistaranum Giuseppe "Nino" Farina og náði titilinum í Tipo 158, eða "Alfetta." Alfa vann aftur árið 1951 með Juan Manuel Fangio í Tipo 159 sem var búinn var 1,5 lítra 425 hestafla mótor með forþjöppu, átta strokka línumótor sem gat komið bílnum á 300 k,/klst hraða. (Þetta var mótor sem notaði metanól og eyðslan var 235 lítrar á hverja 100 km!) Alfa dró sig úr formúlu 1 árið 1952 til að einbeita sér að arðbærum fjöldaframleiðslubílum eins og 1900-bílnum.

image

1960-1972

Þessi einföldun á hönnuninni hélt gullútlínum á öllu letri og kross og höggorm, en vandaðri áferð á líkama höggormsins, vöðvum mannsins, bylgjaðri áferð í bláa litnum umhverfis og lóðréttum línaum í rauða krossinum var sleppt.

image

1972-1982

Mikilvægasta breytingin í þessari endurhönnun er að sleppa bylgjulínum og orðinu „Mílanó“ til að viðurkenna útrás Alfa út fyrir umhverfi Mílanó. Ný stór verksmiðja ver reist í Pomigliano d'Arco nálægt Napólí, til að smíða nýja Alfasud-bílinn, og ný reynsluakstursbraut var búin til við Balocco á Piemonte svæðinu.

image

1982-2014

Þessi endurskoðun hélt áfram þróuninni í átt að grafískri einföldun á hönnuninni sem byrjaði á því að fyrri hönnunin missti hnútinn eða spóluna snáksins rétt fyrri neðan manneskjuna og einum hlykk minna. Í þetta skiptið var leifum lárviðarkransins eytt og letri var breytt í einfaldari Futura leturgerð. Þetta er talið af mörgum vera langbesta merki Alfa.

image

2015-nútíminn

Þessi loka endurhönnun Robilant Associati frá Mílanó breytti letrinu aftur og fjarlægir bilið á milli krossins og snáksins, sem gefur snáknum meira vægi og pláss. Snákurinn er nú með enn einni sveigju minna, og fyrri blár og hvítur bakgrunnur víkja fyrir silfurmynstruðum bakgrunni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is