Sérútgáfa af Mazda MX-5 R-Sport í takmörkuðum fjölda

    • Þessi sérstæði tveggja sæta sportbíll japanska fyrirtækisins verður grár að utan og með sérstæðar dökkar felgur

Mazda hefur opinberað nýja, takmarkaða sérútgáfu af MX-5 blæjubílnum, sem er sagður kosta sem svarar liðlega fimm milljónum króna á Englandi.

image
image

Aðeins 150 eintök af þessum Mazda MX-5 R-Sport verða smíðuð, búin 1,5 lítra vél.

image

Að innan er nýja útgáfan með „Burgundy“ nappa leðursætum með silfursaumum til að gefa „sérsniðna tilfinningu“.

R-Sport er byggt á MX-5 Sport 2020. 1,5 lítra fjögurra strokka bensínvélin gefur 130 hestöfl við 7000 snúninga á mínútu og kemur bílnum frá 0-100 km í 8,3 sekúndum og áfram í topphraða 200 km/klst. Vélin býr einnig til 151 Nm af togi við 4500 sn/mín..

image

Fyrr í þessum mánuði afhjúpaði Mazda sérstaka 100 ára afmælisútgáfu af MX-5 sem hluta af aldarafmæli sínu. Sá bíll er gerð að perluhvítu lakki að utan og dökkrauðu þaki.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is