image

Bentley skannaði alla 630 hluta „blásarans“ frá 1929 til að endursmíða bílinn

image

Bentley skannaði alla 630 hluta „Blower Bentley“ frá árinu 1929 til að endursmíða bílinn. Myndir: Bentley.

Í september síðastliðnum tilkynnti Bentley að verksmiðjan myndi endursmíða 12 eintök af frægasta kappakstursbíl þeirra, 4 1/2 lítra „Blower Bentley“ frá 1929. Þessar áætlanir náðu þeim tímamótum í vikunni þegar verkfræðingar kláruðu í núverandi kreppu vegna Covid-19 að ganga frá CAD-teikningum af öllum hlutum í upprunalega „blásaranum“, en svo hefur þessi kappakstursbíll ávallt verið kallaður því nafni vegna gríðarstórrar forþjöppunnar sem var framan á vélinni og stendur í raun fram úr framendanum.

image

Þessi gamli bíll frá Bentley var tekinn í sundur vandlega og síðan búinn til aftur í stafræna heiminum með blöndu af nákvæmri leysiskönnun og flókinni handmælingu. Tölvuteikningin samanstendur af 630 íhlutum í yfir 70 samsetningum.

Tók 1200 vinnustundir að skanna allt saman

Frá upphafi til enda tók það 1200 vinnustundir fyrir tvo CAD-verkfræðinga að ljúka við að búa til gögnin úr skannagögnum og mælingum og niðurstaðan er sú að nákvæmt og fullkomið stafrænt líkan fyrir Bentley frá 1929 er nú til í fyrsta skipti.

image

Heil bíll endaði aðeins með því að verða 630 íhlutir! Gróft mat: Hversu marga hluti heldurðu að nútíma bíll hafi? Toyota segir „um 30.000“. En þessi nánast handfylli af íhlutum er allt sem þú þarft að hafa til að búa til kappakstursbílinn.

image

Verkfræðingar náðu að ljúka CAD verkinu að heiman á meðan þeir voru háðir fjarlægðarreglum og útgöngubanni

En þessir tólf bílar sem Bentley ætlar að smíða eru allir þegar fráteknir!

Framhald upphaflegra hluta

Á heimasíðu Bentley kemur fram að bíllinn verði beint framhald af „blásaranum“ og munu allir nýju bílarnir í „Continuation Series“ vera með fjögurra strokka, 16 ventla vélar með ál sveifarás með steypujárnsfóðruðum stokkum og heilu steypujárnsheddi. Forþjappan verður nákvæm eftirlíking af Amherst Villiers Mk IV forþjöppu og mun hjálp 4398 cc vélinni að búa til 240 hestöfl @ 4.200 snúninga á mínútu. Uppbygging bílsins verður á pressaðri stálgrind með hálf sporöskjulaga blaðfjöðrun með afritum af Bentley & Draper dempurum. Endurgerð á Bentley-Perrot 40 cm vélrænum skálahemlum og stýrismaskína upp á gamla mátann með snigli og sektorami sér u að halda stefnunni.

Það tekur sérsmíðadeild Bentley, Mulliner, um það bil tveggja ára vinnu að klára bílana 12. Verð mun enn liggja fyrir.

Náði aldrei að sigra í kappakstri

„Blásarinn“ er þjóðsagnakenndur kappakstursbíll, þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina keppni sem hann tók þátt í!. Hann var gríðarstór og öflugur, með tilhneigingu til að undirstýra vegna forþjöppunar sem fest var á framendann en hann komst samt ótrúlega hratt.

image

Sir Tim Birkin.

Það er bíll breska ökuþórsins, Sir Tim Birkin, með skráningarnúmerið UU 5872, sem er notaður við endursmíðina.

Bíllinn keppti meðal annars á Le Mans 1930, en Bentley hætti þáttöku í kappakstri það ár og Rolls Roce keypti Bentley síðan árið eftir, þegar fyrirtækinu var lokað.

En þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina keppni eru „Blásararnir“ samt þjóðsagnakenndir fyrir kraftinn sem þeir höfðu þegar þeir voru að keppa. Nú eru þeir dæmi um gullöld kappaksturs, en Bentley blásarinn er einhver fágætasti og eftirsóttasti kappakstursbíllinn í heiminum fyrir seinni heimstyrjöldina. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þeim hjá Bentley gengur að „endursmíða“ bílinn eftir þessum tölvuteikningum – og hvað hvert eintak kemur til með að kosta!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is