Fiat stefnir að því að hætta smíði smábíla í Evrópu

image

Það gæti verið of dýrt að endurnýja Fiat 500 til að uppfylla komandi losunarreglur í Evrópu.

MÍLANÓ - Fiat Chrysler Automobiles stefnir að því að hætta í flokki smábíla Evrópu, þar sem þeir eru leiðandi, og ganga til liðs við aðra bílaframleiðendur við að hætta með sína minnstu bíla vegna aukins þróunarkostnaðar til að gera þá hæfa til að mæta harðari losunarmörkum.

„Í mjög náinni framtíð muntu sjá okkur einbeita okkur að þessu meira magni, hærri framlegð, og það mun fela í sér að losa okkur við smábílana“, sagði Manley við greiningaraðila um tekjuöflun FCA á þriðja ársfjórðungi þann 31. október.

Manley gaf ekki tímasetninguna á ferðinni.

Fiat 500 og Panda eru að eldast

Hinn gamalgróni Fiat 500 þriggja dyra hlaðbakur og hinn hagnýti Panda hlaðbakur eru ráðandi í smábílaflokki Evrópu en þeir eru að eldast og er þörf á endurnýjun til staðar.

image

Panda var söluhæsti smábíll Evrópu á fyrri helmingi ársins en það er ekki víst að þessi bíll haldi áfram í núverandi mynd.

Tap í Evrópu

Samkvæmt upplýsingum FCA var tap samsteypunnar 55 milljónir í Evrópu á þriðja ársfjórðungi.

Punto hafði verið söluhæsti bíll Fiat í Evrópu í langan tíma en Sergio Marchionne, fyrrverandi forstjóri FCA, sagði að sala hans væri ekki nógu mikil til að smíða arftaka með hagnaði.

Fiat mun stefna að því að færa dygga viðskiptavini smábíla sinna yfir í millistóra bíla en halda einnig viðskiptavinum sem enn eiga Punto, sagði Manley.

PSA hjálpar

Fyrirhuguð sameining FCA við PSA Group myndi veita Fiat aðgang að sameiginlegum módelpalli PSA sem liggur til grundvallar nýjustu smábílum hópsins eins og Peugeot 208 og Opel Corsa. Þessir bílar eru með rafmagnsútgáfur auk þess að vera með útgáfur með brunahreyfla.

Felipe Munoz, sérfræðingur hjá JATO Dynamics, sagðist efast um að Fiat muni hætta í flokki smábíla.

Fiat gæti bætt innihald og verðlagningu 500 og Panda „til að láta þá spila í smábílahlutanum,“ sagði hann við Automotive News Europe.

Ford og Opel hafa þegar yfirgefið smábílaflokk Evrópu. Ford er að hætta að flytja inn til Evrópu hina indversk smíðuðu Ka+ á meðan Opel hefur fallið frá sínum kóresku smíðuðu gerðum Karl og Adam.

Forráðamenn Volkswagen hafa sagt einslega að bílaframleiðandinn sé að búa sig undir að hætta með útgáfur af smábílnum Up með brunahreyflum, sem myndi nær örugglega þýða að eldsneytisknúinn Seat Mii og Skoda Citigo myndu einnig hverfa.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is