Forkynning á næstu kynslóð Mitsubishi Outlander sportjeppans

    • Fjórða kynslóð Mitsubishi Outlander mun verða frumsýnd í febrúar á næsta ári, en alls óvíst á hvaða mörkuðum bílinn verði markaðssettur

Við höfum verið að flytja fréttir af Mitsubishi Outlander, að hann sé að hætta á Evrópumarkaði, og nýr arftaki, Eclipse Cross, muni koma í staðinn. En á sama tíma er Mitsubishi að „forkynna“ næstu kynslóð af Outlander.

Næsta útgáfa af þessum sívinsæla sportjeppa japanska vörumerkisins mun fara í sölu snemma árið 2021 í Bandaríkjunum, Kanada og Púertó Ríkó, en eftir að Mitsubishi ákvað nýverið að draga sig út af markaði í Evrópu, eða hið minnsta að minnka viðveru sína þar, er en óvissa á hvaða mörkuðum bíllinn muni birtast.

image

Sem dæmi má nefna að SsangYong á Englandi er nú að ræða möguleika á að starfa sem innflytjandi fyrir Mitsubishi, sem myndi veita Bretum aðgang að nýja Outlander til skamms tíma - en enn á eftir að ganga frá samningnum.

Þegar nýja gerðin verður kynnt opinberlega mun hún vera með nýja hönnun og tengitvinndriftækni með nýrri rafhlöðu- og rafmótortækni.

Mitsubishi hefur gefið út litlar opinberar upplýsingar um aflrás nýja Outlander - en vitað er að sportjeppinn verður ekki fáanlegur með tengitvinnafli. Í upphafi verður bíllinn líklega aðeins boðin með úrvali bensín- og dísilvéla.

Mitsubishi hefur þegar staðfest að PHEV Outlander mun ekki fara í sölu fyrr en árið 2022 - og þó að fyrirtækið eigi enn eftir að negla neinar upplýsingar um aflrás nýju gerðarinnar, reiknum við með að það verði endurskoðuð útgáfa af núverandi kerfi bílsins eins og forsýnd af Engelberg Tourer hugmyndabílnum í Genf.

(byggt á frétt á Auto Express og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is