Jaguar: I-Pace SVR gæti komið á götuna

image

Svona ímynda þeir hjá Autocar að Jaguar I-Pace SVR muni koma til með að líta út

image

Jaguar I-Pace eTrophy Racer

Yfirmaður sérstakrar deildar hjá Jaguar („Special Vehicle Operations” – eða SVO) sem smíðar sérhæfð ökutæki hefur sagt að það sé spurning um „hvenær, ekki hvort“ fyrirtækið smíðar SVR-útgáfu af I-Pace rafknúna jeppanum.

Michael van der Sande, viðurkenndi þetta á dögunum við breska bílablaðið Autocar, þrátt fyrir að hafa einnig viðurkennt að tímalína og opinber þróunaráætlun fyrir bílinn sé ekki enn til staðar. SVO-deildin er að forgangsraða útfærslu á fleiri gerðum sem yrðu framleiddir í meira magni.

En það er rafhlaðan sem allt snýst um

„En aksturshringrás rafhlöðunnar er mjög mismunandi í kappakstri. Við höfum þegar lært mikið um rafhlöðustjórnun, hitastjórnun og hugbúnaðarþróun sem gæti nýst fyrir bíla á vegum. Þegar kallið kemur verðum við tilbúin. “

Keppnisbíllinn er ekki kraftmeiri en venjulegur I-Pace

ETrophy keppnisbíllinn framleiðir ekki meiri kraft en venjulegur I-Pace. Meginhluti breytinganna beinist í staðinn að undirvagninum. En ef græna ljósið verður gefið, þá er líklegt að SVO-deildin muni uppfæra 395 hestöfl núverandi bíls til að lækka tímann frá 0-100 km verulega úr 4,8 sek.

„Okkar flottasti Range Rover í lengri gerðinni er oft notaður í þéttbýli og seldur á mörkuðum þar sem eigandinn ferðast aftan í,“ sagði hann. „Svo að hugmyndin á rétt á sér, svo mikið vit er í því“. SVO-deildin hjá Jaguar smíðaði eða breytti um 6000 bílum árið 2018, bætti hann við.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is