VW dregur úr fjárfestingum og styttir framleiðslutímann á nýja Golf

Nýr grunnur bíla hjá Volkswagen, MQB-grunnplatan, hjálpaði bifreiðaframleiðandanum að halda niðri framleiðslukostnaði og stytta verulega framleiðslutímann á nýja Golf sem frumsýndur var í vikunni og sem mun koma á markað í Evrópu í desember.

image

Nýr grunnur hjálpaði Volkswagen að halda niðri framleiðslukostnaði og stytta verulega framleiðslutímann á nýja Golf sen frumsýndur var í vikunni og sem mun koma á markað í Evrópu í desember.

„Með enn meiri stöðlun í vélbúnaði og ferlum tókst okkur að draga úr fjárfestingum um meira en helming á móti því sem var fyrir“, sagði Tostmann við fréttamenn. „Okkar stefna er að skila sér,“ sagði hann.

Með núverandi Golf var skipt yfir frá fyrri PQ35 palli sem aðeins var grunnur undir minni bíla.

Framleiddur í Wolfsburg

Framleiðsla verður einnig að mestu núna í Wolfsburg í Þýskalandi, sem hefur framleiðslugetuá um 450.000 einingar í öllum gerðum Golf.

Styttri framleiðslutími

Framleiðslutími gæti einnig minnkað um 4 prósent, að sögn Tostmann, þrátt fyrir að búið væri að bæta verulega við flækjustigið í framleiðslunni, þar með talið 100 metrar af raflögnum og 31 fleiri rafmagnstengingar í viðbót.

2700 mismunandi hlutir

Um 8.400 starfsmenn munu smíða nýjasta Golf í verksmiðjunni í Volfsburg úr u.þ.b. 2.700 einstökum hlutum.

image

Um 8.400 starfsmenn munu smíða nýjasta Golfinn í verksmiðjunni í Volfsburg úr um það bil. 2.700 einstökum hlutum.

Meira en 35 milljónir Golf hafa verið smíðaðir síðan fyrsta gerðin byrjaði árið 1974, sem sannaði gríðarlegan árangur og setti viðmið í þessari stærð bíla Evrópu.

Sala á Golf í Evrópu lækkaði um 14 prósent fyrstu átta mánuðina og nam 281.871 bílum að sögn markaðsfræðinga JATO Dynamics. Næsti keppandi Golfs í magni var Skoda Octavia, sem seldist í 156.422 eintökum, og þar á eftir kom síðan Ford Focus, í þriðja sæti með 155.686 bíla.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is