Hugmyndabíll Lexus gefur fyrirheit um rafmagnaða framtíð

image

Þó að þessi glæsilegi hugmyndabíll sem frumsýndur var í Tókýó, Lexus LF-30, sé á beinni braut varðandi þróun hönnunar rafbíla, ætlar vörumerkið að afhjúpa sinn fyrsta rafbíl til sölu í næsta mánuði, og sá verður jarðbundnari.

TOKYO - Lexus afhjúpaði á bílasýningunni í Tókýó hugmynd um rafknúið ökutæki sem gefur til kynna hvert lúxusmerki Toyota vill fara með hönnun á rafknúnum og sjálfkeyrandi ökutækjum.

Bíllinn er er meira að segja með „svifborðþjón“ til að flytja farangur eða matvöru til eða frá bílnum.

Lexus stefnir að því að setja fyrsta rafmagns ökutæki sitt á markað á næsta ári. Það kemur í ljós í næsta mánuði.

image

„Við munum þróa alla vélknúnu bifreiðina út frá „Lexus Electrified“-hugmyndinni,“ sagði Takashi Watanabe, yfirverkfræðingur hjá Lexus Electrified Vehicles, eða rafmagnsbíladeild fyrirtækisins.

Það er bara næsta skref fyrir vörumerkið, sem byrjaði með fyrsta „hubrid“-bílinn árið 2005 með RX 400h og býður nú einnig blendingaútgáfur af UX, NX, ES, LS og RC. Árið 2025 mun fyrirtækið vera með rafmagnaðar útgáfur af öllum gerðum sínum.

Og að hafa rafmótora á hvert fjögurra hjóla myndi ná aðlögun samstundis að afstöðu ökutækisins, nokkuð sem Watanabe líkti við „rándýr sem elti bráð.“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is