Endurkoma Morris til nútímans?

image

Morris Commercial á Englandi vill endurvekja J-gerð Morris sem sendibifreið sem gengur fyrir rafmagni.

Í Englandi er unnið að því að endurvekja löngu dautt bifreiðamerki, Morris, til að selja sendibifreiðar sem ganga fyrir rafmagni.

image

Bílar frá Morris voru nokkuð algengir hér á landi í kring um seinni heimstyrjöldina, og fyrsti bíllinn sem sá blaðamaður bílabloggs sem þetta skrifar var einmitt Morris, árgerð 1939, svipaður bílnum sem er á þessari mynd. Að mörgu leyti framúrstefnulegir bílar með frágang framljósa á svipaðan hátt og síðar sást í bjöllunni frá VW. Á því eintaki sem ræðir var að vísu búið að taka framljósin úr brettunum og setja á bílinn ljós af Austin 8, og vélin var sömuleiðis líka úr Austin 8, en svona aðgerðir voru algengar á gömlum bílum á árum áður

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is