Hvenær var fyrsti rafbíllinn smíðaður og hvenær var fyrsti tvinnbíllinn smíðaður?

Nú halda sjálfsagt margir að þessar gerðir bíla hafi fyrst verið smíðaðar á þessari öld eða seinni partinn af síðustu öld. Það er rangt.

Fyrsti tvinnbíllinn

Ferdinand Porsche smíðaði fyrsta tvinnbílinn 1899! Ekki nóg með það heldur voru gerð 300 eintök af bílnum sem var nefndur System Lohner-Porsche Mixte.

Í staðinn fyrir rafgeyma þá framleiddi bensínvél rafmagn fyrir tvo rafmótora sem knúðu framhjólin. Svo þessi bíll var sem sagt framhjóladrifinn. Þetta hljómar allt svo nýmóðins þangað til að maður sér mynd af bílnum.

image

Fyrsti tvinnbíllinn.

Varðandi tvinnbíla þá gerðist eiginlega ekkert verulega markvert þangað til að Toyota Prius kom fram á sjónarsviðið 1997 í Japan, Honda Insight 1999 í Bandaríkjunum og Toyota Prius 2000 í Bandaríkjunum.

Tvinnbílar náðu fyrst fótfestu einmitt með Prius og tæknin sem var notuð í honum er grunnur margra mismunandi tvinnbíla sem komu í kjölfarið.

Fyrsti vísir að rafbíl sem var smíðaður, var lítið módel af bíl en það var ungverskur verkfræðingur, Ányos István Jedlik að nafni, sem smíðaði hann 1828 til að sýna rafmagnsmótor sem hann hafði fundið upp. Jedlik fann einnig upp jafnstraumsrafalinn (dýnamó) en þeir voru notaðir til að hlaða rafgeyma og skaffa rafmagn til rafmagnstækja í bílum í akstri þangað til að riðstraumsrafalar (alternaor) leystu þá af hólmi.

Trouvé þessi fann reyndar upp utanborðsmótorinn en það var sami rafmótorinn og hafði drifið áfram rafbílinn hans, bara aðlagaður að nýju hlutverki.

Thomas Parker var enskur uppfinningamaður sem var lýst sem Edison Evrópu en hann var höfundurinn að fyrstu rafbílunum sem fóru í framleiðslu 1895. Rafbílar og önnur rafknúin farartæki urðu vinsæl og sæmilega algeng á tímabili. En vinsældirnar dvínuðu verulega þegar bensín varð ódýrara og vegakerfin urðu svo góð að það var hægt að ferðast langar vegalengdir. Rafbílar hurfu aldrei algjörlega en það má segja að þeir hafi legið í dvala þangað til frekar nýlega.

Viðbótarfróðleikur úr bílasögunni

Þess má til gamans geta að fyrsta hugmyndin að sjálfrennireið, sem átti að vera vindknúin, kom líklega frá Leonardo da Vinci en hann lést 1519. Fyrsti bíllinn var gufuknúinn og var smíðaður af Nicolas-Joseph Cugnot 1769 sjá hér .

[Greinin birtist fyrst í desember 2020]

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is