Lúxusbíll fyrir átta farþega – en aðeins fyrir Japansmarkað

Blaðamaður Bílabloggs.is átti þess kost fyrir allmörgum árum að sækja heim bílasýninguna í Tókýó tvisvar. Þessi sýning er að mörgu leyti mun áhugaverðari en samsvarandi sýninga í Evrópu, og þá sérstaklega vegna þess að japönsku bílaframleiðendurnir keppst við að sýna skemmtilega hugmyndabíla eins og við höfum verið að segja frá undanfarna daga, en ekki síður vegna þess að á þessari sýningu sjást oft bílar sem eru eingöngu ætlaðir fyrir heimamarkað.

image

Að þessu sinni er þetta engin undantekning því Toyota var að tilkynna að þeir muni frumsýna nýjan „lúxusfólksflutningabíl“ – Granache - bíl sem er með pláss fyrir allt að átta farþega í miklum lúxus!

image

„Opin framtíð“

Þema sýningarinnar í Tókýó þetta ári er „OPEN FUTURE“eða „Opin framtíð“ og verður opin fyrir gesti frá 24. október til og með 4. nóvember á „Big Sight Tokyo“ sýningarsvæðinu.

image
image

Þessi nýi Granace er mjög rúmgóður, 5,3 metrar að lengd og 1,97 metrar á breidd sem gefur vandað og þægilegt innanrými. Tvær útgáfur verða í boði: sex sæta í þremur röðum með tveimur sætum og átta sæta með sætum í fjórum röðum.

image

Nafn nýja bílsins er sótt til orðsins „gran“, sem þýðir „stórt eða frábært“ á spænsku, og „ace“, sem þýðir „topp- eða framúrskarandi manneskja“ (ás) á ensku.

Bíllinn er með framhjóladrifi og búin með 1GD 2,8 lítra hreinni dísilvél og sex þrepa sjálfskiptingu.

image

Rækilega hefur verið tryggt aðgerðir sem koma í veg fyrir titring og hljóð veiti þá kyrrð og ró sem hentar fyrir lúxusvagna af þessari gerð.

Mikið af háþróuðum búnaði

Bíllinn er með nýjustu útgáfuna af Toyota Safety Sense sem staðalbúnað, með bættum skynjunaraðgerðum sem nýta sér forkaupsöryggiskerfið sem skynjar gangandi umferð jafnt á degi sem og á nóttunni, sem og hjólreiðamenn á daginn.

Núna er bara að sjá hvenær Toyota þróar þennan nýja „lúxusleigubíl“ enn frekar þannig að við förum að sjá hann á vegum í Evrópu – og jafnvel hér heima.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is