Brunabílar 1974

Undirritaður fékk skemmtilega ábendingu í tölvupósti frá einum af lesendum Bílabloggsins:

Sæll.

Ég verð að viðurkenna að mér var alls ókunnugt um þetta en ég var bara rétt tæplega 12 ára þegar þessir bílar voru fluttir inn til Íslands.

Eftir skamma leit með aðstoð Jóhannesar Reykdal ritstjóra Bílabloggsins fannst heimildarmaður sem hafði eignast einn af þessum Datsun bílum. Heimildarmaðurinn heitir Hlynur Árnason og vann á einu af þjónustuverkstæðum Ingvars Helgasonar og vann sem slíkur við viðgerðir á sumum af þeim.

image

Datsun 120Y árgerð 1974.

Hlynur rifjaði upp söguna en hún er eitthvað á þessa leið:

Árið 1974 kviknaði í flutningaskipi sem var að flytja Datsun bíla sem áttu að enda hjá umboði Datsun á Norðurlöndum sem var í Danmörku.

Ingvari Helgasyni var boðið að kaupa þessa bíla með verulegum afslætti. En þegar þeir komu bauðst starfsfólki Ingvars Helgasonar og þjónustuverkstæða Datsun ásamt ættingjum að kaupa þá á mjög hagstæðu verði.

Þessir bílar voru kallaðir brunabílar. Bílarnir sem komu hingað höfðu þó ekki brunnið og það var engin brunalykt inni í þeim. Datsun bílarnir voru með lakkskemmdum og krómið var líka skemmt. Allt gler, dekk og plastljós voru í stakasta lagi. Það sem olli skemmdunum voru efnin sem úðað var til að slökkva eldinn í skipinu.

Það komu Datsun 1200, 120 og 160 og kannski fleiri týpur líklega allt að 200 bílar í það heila.

Eitthvað var líka flutt inn af varahlutum sem komu úr bílum sem voru rifnir í Danmörku. Væntanlega voru bílarnir of illa farnir til að selja þá í heilu lagi.

image

Datsun 160 árgerð 1974.

Nissan framleiddi Datsun á þessum tíma og á vörumerkið

Þekkja fleiri til „brunabílanna“ og annað hvort keyptu eintak eða keyptu á svipuðum tíma nýjan Datsun sem var ekki útlitsgallaður?

Hvaða skoðun hefur fólk á því að það séu fluttir inn útlitsgallaðir bílar samhliða heilum nýjum bílum?

Georg og Hlynur fá kærar þakkir frá mér fyrir þeirra ábendingar og upplýsingar sem þeir veittu og stuðluðu að gerð þessarar greinar.

Lesendum Bílabloggsins er ævinlega velkomið að senda okkur tölvupóst varðandi málefni sem þeir vilja að við fjöllum um.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is