Rafmagnsjeppi frá Ford á grunni Mustang

Ford er að þróa sportjeppa eða „crossover“ á sérstökum grunni fyrir rafbíla. Frumsýningardagsetningin er líklega 19. nóvember, rétt fyrir opnun bílasýningarinnar í Los Angeles, hins vegar er stafsetning nafnsins en ekki enn þá á hreinu.

image

Það var einnig staðfest að Lincoln mun fá sína eigin útgáfu af rafmagsnjeppa en sá bíll verður örugglega með annað útlit.

image

Ford Mach E: Rafmagns „crossover“ væntanlegur á markað árið 2020.

Nafnið er þegar fast, aðeins spurning um stafsetninguna: Mach E eða Mach-E. Bæði nöfnin hefur Ford látið skrá hjá bandarísku einkaleyfastofunni. Hvað restina af þessum rafknúna „crossover“ varðar, eru Ford-menn í Dearborn ekki búnir að gefa upp meira í bili. Mach E mun verða smíðaður á sérstökum rafmagnsgrunni (CX430) og af hálfu Ford hefur komið fram að bíllinn eigi að komast 485 kílómetra á einni hleðslu, en aðrara heimildir hafa sagt að hann muni komast 595 kílómetra.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is