„Vantablack“-málning er svo svört að þessi BMW X6 2020 lítur út fyrir að vera í tvívídd

„Núna er það svart“ – svartari getur ekki nokkur bíll orðið, en hér er búið að sprauta BMW X6 með „Vantablack“-málningu, sem gleypir nánast allt sýnilegt ljós og flest smáatriði í útlitinu hverfa.

Allt frá Honda til Rolls-Royce hafa bílaframleiðendur verið að senda frá sér „dekkta“ bíla sem ætlaðir eru kaupendum sem eru að leita að ökutæki með einhverju sérlega ískyggilegu útliti, einhverju sem líkist hinum fræga „Batmobile“. BMW er að taka þessa þróun á næsta stig með einum bíl af þriðju kynslóð BMW X6 sem búið er á sprauta með Vantablack, einu dekksta efni sem þekkist. Bíllinn, með þessum „ofursvarta“ lit mun verða frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt núna í september [Ath. grein frá ágúst 2019].

image

Jafnvel „Batmobile“ hefur aldrei verði svona svartur á litinn, en þetta efni er það svartasta sem vitað er um

Gleypir allt sýnilegt ljós

Vantablack, hannað af NanoSystems á Englandi, er tegund af málningu sem gleypir allt að 99,96% af sýnilegu ljósi. Hlutir húðaðir með þessari málningu missa þrívíddarútlit sitt vegna þess að málningin skyggir á öll atriði hönnunar eins og brúnir og dældir. X6 er sprautaður með þessari málningu, en þó afbrigði sem gleypir ekki alveg jafn mikið af áfallandi ljósi sem gerir sum smáatriðin sýnileg en hún lítur samt út eins og bíllinn komi úr „svartholi“.

image

Allir þekkja að það er erfitt að halda svörtum bílum hreinum, svo hvað verður um óhreinindi á þessum? Hverfa óhreinindin inn í „svartholið“ eins og restin af bílnum?

image

Mikið notað í hernaði og flugi

NanoSystems er venjulega að setja þetta Vantablack-lakk á sjónauka, innrauðar myndavél, auk leysiskynjara, meginástaæðan er til að fela viðkomandi hluti og að varna því að það glampi á þá. Fyrirtækið málar einnig búnað fyrir fyrirtæki í varnarmálum og geimferðageiranum, þó að sá þáttur í viðskiptum hans falli líklega í flokknum „við myndum segja þér það en við verðum að drepa þig“ eins og í njósnamyndunum. Bílar hafa ekki komið við sögu hjá þeim áður en þeir fóru að vinna að þessum nýja BMW X6 og þeir tók þessa ákvörðun af ásetningi.

image

„Við höfum hafnað fjölmörgum beiðnum frá ýmsum bílaframleiðendum í fortíðinni,“ sagði Ben Jensen, stofnandi og yfir tæknistjóri NanoSystems, í yfirlýsingu. Hann bætti við að fyrirtækið hefði skipt um skoðun eftir að hafa séð einstaka og svipmikla hönnun á þessum nýja „X6“.

image

Verður ekki valkostur frá BMW

BMW hefur ekki tilkynnt um áform um að bjóða upp á Vantablack sem verksmiðjuvalkost og tregða NanoSystems við að mála bíla bendir til þess að það að fá X6 sem lítur út eins og bíllinn sem birtist í Frankfurt, verði ekki auðvelt mál!

image
image

[Birtist fyrst í ágúst 2019]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is