Fyrsti bíll nýrrar BZ-kynslóðar rafmagnsbíla Toyota verður sportjeppi

Fyrsta rafknúna bifreið Toyota, byggð á e-TNGA grunni fyrirtækisins, verður sportjeppi sem er svipaður að stærð og RAV4, og er í nýrri kynslóð rafbíla sem nefnd hefir verið BZ.

Harrison gaf engar aðrar upplýsingar. Í yfirlýsingu á mánudag sagðist Toyota tilkynna nánari upplýsingar á næstu mánuðum.

image

Toyota gaf út teikniskissu af væntanlegum rafknúnum jeppa sínum.

Nýi sportjeppinn verður smíðaður í svokallaðri ZEV verksmiðju Toyota í Japan.

BZ stendur fyrir Beyond Zero

Ekkert heiti er enn til um nafnið á þessum sérsniðna rafbíl en Toyota hefur verið undanfarna mánuði að skrá vörumerki byggt á „BZ röð“ - allt frá BZ1 til BZ5. Það hefir komið fram á vef Auto Express að þetta er heiti á nýrri fjölskyldu af sjálfstæðum gerðum rafbíla og að BZ vísar til „Beyond Zero“, nafnið sem Toyota notar á bíla með núlllosun mengandi útblásturs.

Sportjeppinn verður einn af þeim 10 bifreiðum sem eru með núlllosun, sem bílaframleiðandinn ætlar að setja á markað í Evrópu árið 2025, að því er stjórnendur Evrópudeildar Toyota sögðu.

Sportjeppinn, þróaður með Subaru, verður fimmti af tíu gerðum. Toyota og Subaru tilkynntu um samstarf sitt á sviði rafbíla í fyrra.

Meðal annarra má nefna Proace City, litla  rafknúna sendibifreið sem þróuð var af samstarfsaðila Toyota á sviði sendibíla, PSA Group. Afhending Proace City mun hefjast næsta haust, sagði Toyota í yfirlýsingu.

image

Proace City rafknúinn sendibíll Toyota verður boðinn með heilum hliðum fyrir notendur í atvinnuskyni og sem farþegabíll sem kallast Proace City Verso.

Toyota mun einnig hefja sölu á annarri kynslóð Mirai vetnisbílsins á næsta ári.

Toyota selur nú þegar tvær rafknúnar gerðir sem aðeins nota rafmagn, Lexus UX 300e sportjeppann og rafhlöðuknúna útgáfu af Proace meðalstóra sendibílnum sínum.

Ný rafhlöðutækni

Á netþinginu sagði Toyota einnig að árið 2025 myndi það hefja sölu á rafbíl með samrásarrafhlöðu (solid-state), nýrri tækni sem breytir efnafræðinni til að draga úr þyngd og styttir hleðslutíma.

„Við getum byrjað á einhverju sem er ekki endilega fyrir almenning en metnaðurinn er að stækka smám saman,“ sagði talsmaður Toyota.

Bílaframleiðandinn mun framleiða sex gerðir á e-TNGA („Toyota New Global Architecture“ fyrir rafbíla) fyrir Toyota vörumerkið og Lexus.

Einingakerfið við grunninn styður hönnun með afturdrifi-, framdrifi- og fjórhjóladrifi og mismunandi rafhlöðustærðir, sem eru frá 50 kílówattstundum til 100 kWst.

Toyota hefur farið sér hægt í því að senda frá sér rafknúnin ökutæki samanborið við stærsta keppinaut sinn að stærð á heimsvísu, Volkswagen Group, en stefnir að því að bæta upp þetta með því að nota bæði e-TNGA og vetnisbíla eins og Mirai.

Vinsældir Toyota „full-hybrid-bíla“ hjálpuðu Toyota við að auka markaðshlutdeild sína í Evrópu í 5,9 prósent á fyrstu níu mánuðunum en voru 5,1 prósent ári áður, samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarsamtökunum ACEA.

Toyota seldi 1,09 milljónir bíla árið 2019 í Evrópulöndum.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is