Höfum í huga að öryggi okkar í bílnum byggist á fjórum lófastórum flötum

Öryggi okkar í bílnum byggist á því hvernig fjórir lófastórir blettir á hjólbörðunum snerta malbikið.

image

Algeng gerð af sumarhjólbarða: Hér eru þrír slitfletir í miðju með litlu mynstri sem tryggja að hjólbarðinn sé hljóðlátur og með minna viðnám sem minnkar eyðsluna.

Á tilraunabrautinni við verksmiðjuna hafði verið komið fyrir þykkri glerplötu í sömu hæð og yfirborð brautarinnar var. Undir glerplötunni var myndavél sem gat myndað með mikilli nákvæmni þegar bíl var ekið yfir glerplötuna og sýnt með glöggum hætti hvernig snertiflöturinn breyttist miðað við aðstæður. Þá var mér einnig sýnt hvaða áhrif það hafði á veggripið ef smá olíu hafði verið úðað á glerplötuna, óhreinindi og fleira.

Þessi heimsókn sannaði fyrir mér svo ekki var um villst að það er nauðsynlegt að hafa réttan loftþrýsting í hjólbörðum, að vera með þokkalega gott mynstur og einnig að of hár hraði minnkaði mjög viðnámið sem hjólbarðinn hafði við yfirborðið.

Þessi breyting á hjólbörðunum hefur kallað fram mynstur sem byggist æ meira á mjóum slitflötum hlið við hlið, með mismunandi miklu mynstri eftir framleiðendum, en til hliðar eru oftast skáhallandi raufar sem kasta vatninu á vegyfirborðinu til hliðar. Þessi nýju mynstur gefa góða rásfestu í beinum akstri, en minna grip að hluta í beygju, sem kallar fram hliðarskrið eins og lýst var í greininni um hálkuna í hringtorgunum.

image

Mynd til vinstri: Sýnir snertiflöt hjólbarða við yfirborð vegar á venjulegum hraða. Við aukinn hraða minnkar flöturinn verulega og ef of mikið loft er í hjólbarðanum þá verður snertiflöturinn enn minni. Mynd til hægri: Fólksbílar í dag eru almennt komnir með breiðari hjólbarða en áður voru almennt á bílum. Þessar tvær myndir sýna vel hvernig snertiflöturinn breytist í hlutfalli við breidd hjólbarðans.

En þetta nýja mynstur hefur einn verulegan ágalla þegar lúmska morgunhálkan gerir vart við sig. Vegna þess að mynstrið byggist að mestu á mjóum slitflötum sem snúa langsum á yfirborði hjólbarðans er hemlunargeta þeirra aðeins minni á glæra hálku, en hjólbarða sem væri með fleiri „kubba“, jafnvel með sínu eigin mynstri, sem gætu gripið betur í vegyfirborðið.

Þessi staðreynd plús það að snertiflötur bílsins við vegyfirborðið er aðeins lófastór flötur, ætti að vera okkur öllum góð áminning um að fara okkur hægt þegar hálkan byrjar að gera vart við sig.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is