Mercedes kynnir GLB „crossover“ sportjeppa fyrir fjölskylduna

image

GLB er með „jeppaútlit“, þverstæður að framan og með stutt yfirhang að framan og aftan. Hlífðarklæðning allan hringinn undirstrikar jeppaeiginleikana að sögn Mercedes.

Mercedes-Benz er að kynna þessa dagan til sögunnar GLB, fyrsta litla „crossover“ sportjeppann með sjö sætum, fyrir fjölskyldur sem eru að leita að háfættum valkosti í stað station-bíls.

GLB mun koma á markað í lok ársins, að því er Mercedes sagði í yfirlýsingu. Bílaframleiðandinn kynnti GLB í Salt Lake City í Bandaríkjunum á mánudag.

image

GLB er með lítið yfirhang að aftan.

„Líkt og jeppar eru nú að seljast betur en fólksbílar í Bandaríkjunum, þá er tækifæri fyrir meiri fjölbreytni og stigvaxandi gerðir sem höfða til tiltekinna markhópa," sagði Ed Kim, sérfræðingur hjá AutoPacific. Mercedes „verður að gæta þess vandlega að staðsetja GLB þannig í framboðinu til að lágmarka neikvæð áhrif á sölu GLC-class bílnum“, sagði hann.

Mælaborðið í GLB samanstendur af einni heild, sem er með skjái fyrir ökumann og fyrir framan farþega. Breitt mælaborð er fyrir framan ökumanninum, en aðgerðum og skjám eru stjórnað með margmiðlunarkerfi Mercedes, MBUX eða „Mercedes-Benz User Experience“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is