Með „Final Edition“ hættir Mitsubishi Pajero líka á heimamarkaði í Japan

Mitsubishi hefur tilkynnt um endalok Pajero á heimamarkaði í Japan. Aðeins verða framleidd 700 eintök af þessari „lokagerð“ bílsins.

image

„Lokaútgáfa“ Mitusbishi Pajero á heimamarkaði í Japan – aðeins 700 bílar verða framleiddir.

Það er ekki mikið sem skilur Pajero Final Edition frá venjulega bílnum. Hann er með raðnúmer á plötu að innan og sérstökum límmiða utan til að minnast upphaflegar tilkomu jeppans árið 1982. Eitt til viðbótar er að kaupendur þessarar „lokaútgáfu“ geta keypt sérstaka hátíðarútgáfu af Citizen-úri með Final Edition vörumerki sem er aðeins í boði fyrir þessa kaupendur Pajero. Fyrir smá aukagjald geta viðskiptavinir valið um ytri pakka sem bætir við vindkljúf að aftan, krómaða hlíf yfir varadekkið og aurhlífar með álplötum með Pajero-merki. Bíllinn er með annaðhvort svarta eða ljósa leðurinnréttingu, sóllúgu, þakboga, veðurpakka fyrir kalda veðráttu og undir vélarhlífinni er 3,2 lítra dísel I4 ásamt valkvæðu fjórhjóladrifi og fimm hraða sjálfskiptingu.

image

Ekki er mikil breyting í útliti á þessari „lokaútgáfu“ af Pajero. Eignlega er Pajero-merkið á aurhlífunum það eins sem skilur þessa gerð frá þeirri venjulegu sem var á undan.

En þessi síðasta gerð Pajero er ekki mikið frábrugðið þeim jeppa sem við þekku hér á landi. Ytra byrðið hefur verið létt endurnýjað í gegnum árin með mismunandi ljósum og stuðurum og breytingum á því hvernig varadekkinu er komið fyrir. En hann lítur annars fyrir að vera óbreyttur. Að innan er yfirbragðið sportlegra.

image

Kaupendum sem kaupa þessa „lokaútgáfu“ af Pajero stendur til boða sérstök útgáfa af Citizen-úri sem búið var til af þessum tímamótum

Fyrir áhugamenn um Pajero er þetta nokkuð leiðinlegt, en fagnaðarerindið er að Mitsubishi muni halda áfram að bjóða jeppann á öðrum mörkuðum þar sem eldsneyti er ekki eins dýrt og vegir geta enn verið verulega leiðinlegir., en ekki er vitað á þessari stundu um hvaða markaði er verið að tala.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is