Mazda hannaði hinn nýja CX-30 með Evrópumarkað í huga

Mazda þróaði CX-30 með Evrópu í huga sem lykilmarkað og mun koma þessu sportjeppa á markað í Evrópu áður en hann verður markaðssettur á öðrum landssvæðum. CX-30 var frumsýndur á alþjóðlegur bílasýningunni í Genf í mars á þessu ári, og kemur á Evrópumarkað núna í september.

image

Naohito Saga, sem stjórnaði hönnun á CX-30, sagði að Mazda hefði framkvæmt umfangsmiklar rannsóknir á borgarakstri í Evrópu til að sníða bílinn að staðbundnum smekk og þörfum. Í flokki „crossover“-bíla og jeppa frá Mazda fellur CX-30 á milli CX-5, meðalstóra sportjeppans og CX-3, litla sportjeppans, sem eru tveir söluhæstu bílar fyrirtækisins í Evrópu.

image

Lengdin er 4395 mm, sem gerir CX-30 120 mm lengri en CX-3 og 155 mm styttri en CX-5. Sportjeppinn hefur verið hannaður til að vera í réttri stærð fyrir borgarakstur og bílastæði, sagði Saga.

image

Hannaður fyrir foreldra með ung börn

Jo Stenuit, hönnunarstjóri Mazda Europe, sagði CX-30 einkum beinast að foreldrum með ung börn. Þessir viðskiptavinir þurfa meira pláss en það rými sem býðst í CX-3 sportjeppanum eða Mazda3, en CX-30 deilir grunnplötu með honum.

image

Bensínvélin og Skyactiv-X einingin eru vægir „blendingar“, með reimarknúnu ræsirafli sem gerir endurvinnslu orku mögulega við hemlun. Rafallinn hjálpar til við að endurræsa aflvélina eftir stöðvun í kyrrstöðu og sléttir á gírskiptunum með því að hægja á snúningshraða hreyfilsins í skiptiferlinu

image
image
image

CX-30 verður seldur í 130 löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum. Mazda smíðar þennan sportjeppa í Hiroshima í Japan. Aðrir framleiðslustaðir munu fylgja í kjölfarið.

Nokkrar staðreyndir:

Markaðssetning: september (Evrópa)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is