image

Nissan er framarlega í rafbílaframleiðslu

Hvernig gengur rafbílavæðingin í Evrópu?

Reglugerðarsmiðir Evrópusambandsins gera sitt til að ýta rafbílavæðingu í álfunni áfram, enhvernig skyldi það ganga nú þegar útblástur bíla er að kaffæra miðborgirnar eins og í London og París?

Gengur hægt að ná takmarkinu í Þýskalandi

Angela Merkel Þýskalandskanslari setti sér það markmið árið 2010 að ein milljón rafbíla yrðu komnir á þýska vegi í loka þess áratugar. Í upphafi þessa árs voru þeir færrien 100.000 og aðeins liðlegur helmingur þeirra voru hreinir rafbílar. Í dag er talið að það verðir einhverra ára seinkun á að ná þessu upphaflega markmiði.

Noregur leiðir rafbílavæðinguna

Olíuríkið Noregur voru fyrstir til að niðurgreiða kaup á rafbílum og gerður það líka rausnarlega.Skattaafsláttur við kaup á rafbílum byggist bæði á bílarnir eru ekki skattlagðir og 25% virðisaukaskattur fellur líka niður. Í Noregi er ýmislegt fleira gert til að ýta undir notkun rafbíla, gjöld eru felld niður, allt frá vegagjöldum og gjöldum í ferjum. Að vísu er hætt að hafa bílastæði gjaldfrjáls á landsvísu, en þó er það enn í gildi í nokkrum bæjum og borgum.

Bretar vilja vera leiðandi

Bretland vill vera leiðandi á markaði rafmagnsbíla, að hluta til að auka rannsóknir og þróun í landinu.

Frakkar setja rafbíla í forgang

Í Frakklandivilja menn fimmfalda sölu rafbíla fyrir árið 2020 og samhliða vilja menn útrýmabílum með brunahreyflum í París í síðasta lagi 2030 til að draga úr mengun íborginni.

Fjöldi hleðslustöðva eykst á Spáni

Hlutfall rafbílaá Spáni hefur aukist nokkuð og þar eru í dag um 5.089 hleðslustöðvar og áformeru um að fjölga þeim mikið á næstu árum. Til dæmis hefur stærstaraforkufyrirtæki Spánar áform um að bæta við 25.000 hleðslustöðvum fyrir 2021,þar af 16.000 í heimahúsum og 9.000 í fyrirtækjum sem vilja bjóða starfsfólkisínu upp á þessa þjónusti

Mikil áform á Ítalíu en lítið um hvata

Á Ítalíu voruaðeins seldir 2.249 nýir bílar sem nota eingöngu rafmagn á fyrri helmingi þessaárs. Uppbygging hleðslustöðva í landinu gengur líka hægt, en þar eru aðeins3.124 hleðslustöðvar. Það er lítið um hvetjandi aðgerðir af hálfu ríkisins,aðeins er veittur afsláttur í fimm ár af þungaskatti.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is