Hugmyndabíllinn Fiat Centoventi lætur viðskiptavinina um að þróa bílinn

Nýtt í Genf: - Centoventi hugmyndabíllinn frá Fiat lýsir hugmyndum um að „gera rafmagns hreyfanleika aðgengilegan öllum“, sagði Oliver Francois, stjórnandi Fiat við kynninguna á bílnumí Genf.

Centoventi nafnið, sem þýðir "120" á ítölsku, vísar til 120 ára sögu Fiat vörumerkisins. Meginhugmyndin á bak við rafknúna hugmyndabílinn, sem er með innblástur frá hinum upprunalega Panda sem kom á markað árið 1980, er sveigjanleikinn til að gera það á viðráðanlegu verði.

Eitt helsta dæmið er rafhlaðan sjálf. Grunnútgáfan af Centoventi er með 100 km drægni.

En viðskiptavinurinn gæti bætt við allt að fjórum viðbótar rafhlöðueiningum til að ná 500 km fjarlægð. Valið stendur líka til boða eftir að bíllinn hefur verið keyptur.

„Við höfum útbúið bílinn þannig að viðskiptavinurinn getur ákveðið," sagði Francois við kynningu á bílnum á bíalsýningunni í Genf á þriðjudaginn. Centoventi hefur aðeins eitt einkennandi útlit en val á fjórum mismunadi þökum, brettum og öðrum ytri hlutum.

Francois hrósaði „nýjung hvað varðaði viðskiptamódelið“, sem felur í sér samstarf við Mopar, aukahlutadeild Fiat Chrysler Automobiles. Hins vegar sagði hann, að bíllinn yrði aðeins framleiddur ef viðbrögð viðskiptavina myndu staðfesta að þetta væri eitthvað sem þeim líkaði. Hann gaf enga tímasetningu hvenær ákvörðun yrði tekin.

Nýr Fiat 500 á næsta ári

Francois tilkynnti einnig í Genf að næsta kynslóð af afturhjóladrifinum Fiat 500 „hatchback“ verði sýnd á sýningunni í Genf á næsta ári.

image

Það má greinilega sjá töluverða vísun í Fiat Panda í þessum nýja hugmyndabíl

image

Afturendinn er sagður verða með „upplýsingaskjá“

image

Tvær hurðir sem opnast hvor á móti annarri eiga að veita gott aðgengi.

image

Hér hafa hönnuðir Fiat farið á fulla ferð! Rúmgott og litríkt innanrými.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is