Hraðamælum hefur verið breytt í 1,6 milljón bandarískra bíla samkvæmt nýlegum fréttum

Nýlega var upplýst um ólöglegt athæfi í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV, þar sem fram kom að bílaleigur hafa lækkað aksturstölur bíla til að gera þá seljanlegri. En þetta á ekki bara við hér á landi. Nýlega upplýsti fréttaskýringarþátturinn InvestigateTV á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC12 um svipað ástand í Bandaríkjunum.

image

Það er auðsjáanlegur veruleiki að sumt fólk er enn ekki meðvitað um þetta að mati NBC 12 InvestigateTV: Stafrænir akstursmælar eru ekki öruggir né með varnir gegn því að mælastöðunni sé breytt. Í sumum tilvikum er auðveldara að breyta stafrænu tölunum en í gömlu hraðamælunum. NBC sýnir fram á þetta í grein sem segir að um 1,6 milljónir bíla í Bandaríkjunum hafi orðið fyrir áhrifum slíkra svika á akstursmælum.

NBC talaði við konu sem varð fyrir áhrifum af slíkum glæp. Hún keypti 2008 árgerð af BMW með 136.507 mílna stöðu á vegalengdarmæli fyrir 9.500 dollara. Eftir að hafa upplifað margvísleg vandamál varðandi þetta ökutæki komst hún að því að staðan á ekinni vegalengd hafði einu sinni verið lækkuð úr 218.486 mílum niður í 135.764 mílur.

„Ég myndi aldrei hugsað að það væri hægt að lækka aksturstölu á stafrænum vegalengdarmæli“, sagði konan.

Það kom fram í fréttinni hjá NBC að Illinois væri það ríki innan Bandríkjanna þar sem þetta væri einna verst og þar snerti þetta 60.000 ökutæki.

Þessar upplýsingar frá Bandaríkjunum árétta það að þetta þjónar sem áminning fyrir þá sem kaupa notaða bíla að slíkt krefst réttra rannsókna og skoðunar, og leita aðstoðar fagmanna ef þörf þykir.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is