Goðsögnin Jeep Wrangler frumsýndur hjá Ís-Band í Mosfellsbænum

Ís-Band í Mosfellsbæ mun frumsýna laugardaginn 2.mars nýjan Jeep Wrangler. Þessari frumsýningu hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, því Jeep Wrangler er fyrir löngu orðinn goðsagnakenndur jeppi, sem ekki bara hvarvetna vekur mikla athygli og eftirtekt, heldur einnig fyrir einstaka torfærueiginleika.

Þó svo haldið sé strangt í hefðirnar við að hafa Wrangler Rubicon sem öflugastan þegar kemur til aksturs í ófærum, þá er hann útbúinn með helstu tækninýjungum svo sem bakkmyndavél með bílastæða aðstoð, blindhornsvörn, Bluetooth til að streyma tónlist og síma, Apple CarPlay & Google Android og íslensku leiðsögukerfi.

Í vor mun Ís-Band bjóða upp á Wrangler Rubicon með nýrri 200 hestafla díselvél sem togar 450 NM við 2.000 sn./mín. Verð á Wrangler Rubicon bensín er frá 10.890.000, en frá 11.290.000 kr. í díselútfærslunni.

image

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is