Reynsluakstur: Renault Master, árgerð 2020
Umboð: BL

Hönnun, verð, farmrými
Ekkert bounsy bílstjórasæti

Öflugur Meistarakassi

Við óskum okkur öll góðan vinnustað. Ef þú ert atvinnubílstjóri þá inniheldur hann helst góðan stað til að sitja á, stórar rúður til að horfa út um og góða spegla. Ekki til að horfa á þína eigin spegilmynd og velta fyrir þér hví lífið hefur leitt þig hingað á þessa stund, heldur til að sjá og átta þig á aðstæðum í kringum þig. Renault Master býður uppá þetta umhverfi á snyrtilegan og praktískan máta.

image

Í september 1980, fyrir næstum fjörtíu árum síðan, kom Renault á markaðinn með Master. Sá bíll var byltingakenndur að mörgu leytinu til. Rennihurð á hliðinni, hringlaga hurðarhúnar og útlit sem best var notið í myrkri. Önnur kynslóð bílsins kom árið 1997 og þá mátti aðeins fara að kveikja á einhverjum ljósum í kringum gripinn. Þriðja kynslóðin tók sig síðan einstaklega vel út á götum landins. Fjórða kynslóðin er áframhald á fegrun sendiferðabílanna og hefur hönnuðum Renault tekist einstaklega vel til í þetta sinn. Bílinn er öflugur í útliti og hefur sterkan svip sem er auðþekkjanlegur.

image

Framendi Renault Master er öflugur og nokkuð töff með sínum svarta stuðara og grilli. Í stuðaranum er síðan að finna ágætis þrep sem hjálpar þér að ná upp á háa framrúðuna.

image

Það er líka auðvelt að þekkja Renault Master aftan frá. Ljósin hafa hlotið nýja hönnun en annars er allt á sínum stað. Takið eftir línunni fyrir ofan þar sem gluggarnir koma.

image

Rennihurðir er hægt að fá báðu megin á Renault Master. Bíllinn bíður uppá 13m3, en ef þú tekur hann millilangan þá minnkar það niður í 10,3m3.

Það mikilvæga samt fyrir flest alla sem kaupa sér Renault Master er ekki þægindi þess sem vinnur á honum heldur verð, notkunarmöguleikar og rekstrarkostnaður. Rekstrarkostnaði ætti einmitt að vera stillt í hóf þar sem að þetta er í raun og veru bara stór fólksbíll. Eyðsla samkvæmt WLTP er aðeins um 7l/100km. Renault Master hámarkar líka notkunarmöguleika sína fyrir fyrirtæki í rekstri með því að vera með stórt og þægilegt farmrými. Það er eins stórt og hægt er fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Stórar hurðir að aftan opnast 180°, með möguleika á 270° opnun. Hjólaskálarnar eru litlar og stangast ekki mikið inní rýmið sjálft.

image

Hleðslurými Renault Master sem við höfðum til prufu var klætt krossviði og sýndi það vel hversu parktíst farmrýmið er. Gólfið alveg flatt og handhægt handfang til að koma sér inn og út um rennihurðina á hliðinni.

image
image
image
image
image

Ekkert mál var fyrir Bílakallinn að stilla sér upp í farmrými Renault Master og eins og sést var nóg pláss. 1.894mm er hæðin á rýminu og því ekkert mál að standa uppréttur þegar þú ert ekki að pósa fyrir mynd.

Renault Master er framhjóladrifinn og því léttari en þeir sem koma afturhjóladrifnir. Burðargetan er um 1.400kg fyrir báða bílanna, en þessi sem hér er á myndum er langur og ber því aðeins minna en sá sem er millilangur.

image

Afturhurðirnar er ekkert mál að opna og handfangið á seinni hurðinni sem þú opnar er í góðri hæð og þægileg stærð.

Aðstaða bílstjórans í Renault Master er til fyrirmyndar. Þar er allt það helsta. Sætið er hægt að stilla á hæð og á því er armpúði fyrir hægri hendina. Sex gíra benskiptingin var mjúk og þægileg með stutt á milli gíra sem ekkert mál var að finna og koma sér í. Afþreyingarkerfið var R-link kerfið frá Renault og er það búið blátannarbúnaði. Það er líka með Íslandskorti og ekkert mál að eiga símtöl í gegnum það. Miðstöðin var handvirk, mælaborðið með stafrænum upplýsingaskjá, en annars hefðbundnir mælar, tvö farþegasæti og fullt af geymsluhólfum.

image

Það er hægt að leggja miðju sætið fram á við og þannig búa til handhægt vinnuborð fyrir þann sem er að nota bílinn. Þú ert ekki bara að kaupa sendiferðabíl, þú ert líka að kaupa færanlega skrifstofu.

image

Borð þetta getur verið mjög þægilegt að hafa.

image

Öll stjórntæki í Renault Master eru innan seilingar og hægt að nota þau öll í hönskum. Öll nema afþreyingarkerfið, þú verður að nota þar til gerða flýtihnappa bakvið stýrið fyrir það.

image

Tveir hefðbundnir mælar og stafrænn upplýsingaskjár einkenna mælaborðið.

image

Nóg er af geymsluhólfum í Renault Master.

image

Bílstjórasætið í Renault Master er príðis gott, en það vantar þó að hægt sé að fá það á loftpúða.

image

Að henda sér inn og út úr Renault Master er ekkert mál þökk sé stórri hurð, þægilegu þrepi og góðu handfangi á hurðinni sjálfri.

Þrjár vélastærðir eru í boði á Renault Master. Þær eru allar dísil og hafa 135, 150 eða 180 hestöfl. Bíllinn sem ég hafði til prufu var 180 hestafla. Ég mæli með þeirri vélarstærð. Uppgefin eyðsla á þeirri vél er aðeins 0.1 l meiri fyrir hverja 100 km. Vinnslan í vélinni var til fyrirmyndar og togsviðið breytt og gott. Það gefur þér líka ákveðna hugarró að vita til þess að þú hefur nægt afl til að fara upp Kambanna full hlaðinn en samt í samfloti með öllum.

image

Vélin í Renault Master situr mjög neðarlega í bílnum og gefur honum því aksturseiginleika á við gamlan smábíl.

image
image

Lokaorð

Það er úr nægu að velja þegar kemur að því að velja sér vinnubíl. Það helsta sem stýrir því hvaða bíl fólk kaupir í þessum flokki er verð og notkun bílsins. Ef þú ert að leita þér að sendiferðabíl og vilt hafa hann öflugan og skemmtilegan þá er um að gera að taka hring á Renault Master. Ég mæli með Renault Master fyrir alla þá sem eru að leita sér að skemmtilegum og praktískum vinnubíl sem bíður upp á góða vinnuaðstöðu fyrir bílstjórann. Hann er flottur í hvaða lit sem er, svo lengi sem að hann passar í litróf vinnustaðarins. Taktu hann bara á svörtum álfelgum til að vera meira kúl en hinir.

Ef þér lýst á’ann, kauptann!

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
Millilangur L2H2
Framhjóladrif2.3L Beinskipting Dísel385 - 150
Langur L3H2
Framhjóladrif2.3L Beinskipting Dísel385 - 150
Millilangur L2H2
Framhjóladrif2.3L Beinskipting Dísel385 - 150
Langur L3H2
Framhjóladrif2.3L Beinskipting Dísel385 - 150
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. BL áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is