Reynsluakstur: Mercedes Benz Sprinter, árgerð 2019
Umboð: Askja

Ekki bara vinnubíll

Mér var sannur heiður að fyrsti Mercedes Benzinn sem ég fékk til prufu var vinnuhesturinn Sprinter sem er nú kominn í nýrri og betri útgáfu.

Mánudagurinn þegar ég fékk símtalið frá bílaumboðinu Öskju og mér boðið að prófa Mercedes Benz var áhugaverður. Ég svaraði strax játandi og sagðist hlakka til. Það kom mér því á óvart þegar ég fékk þær upplýsingar að ég ætti að mæta í Fossháls til að fá bílinn. Þegar ég gekk þar inn kom uppúr krafsinu að það var nýr Sprinter sem verið væri að tala um. Ég hefði ekki getað verið ánægðari.

image

Það kemur allt með tíð, tíma og sendibíl

Svo af hverju varð ég svona spenntur að fá að prufa sendiferðabíl? Jú, allt sem þú hefur heima hjá þér hefur á einhverjum tímapunkti verið í flutningabíl af einhverri stærð. Bílar eins og Sprinter eru gífurlega mikilvægir í atvinnulífinu og því er sannur heiður að fá að vekja athygli á honum með mínum orðum.

image

Nýi Sprinterinn er fallegur á að líta. Hann hefur sterkan framsvip og afar ánægulegt er að sjá að hliðin er einmitt með svip. Hönnuðir Mercedes hafa gefið honum línur í hliðunum sem brjóta þær upp og láta þær ekki bara vera flatar og leiðinlegar.

Frábært umhverfi fyrir bílstjórann

Það mikilvægasta í öllum atvinnubílum er að þeir séu auðveldir í umgengni og þægilegir í þau verkefni sem af þeim er krafist. Umhverfi bílstjórans í Sprinter er til fyrirmyndar. Bíllinn kemur með stjórntæki í stýri fyrir bæði upplýsingaskjá í mælaborði og líka afþreyingarskjá í miðju mælaborðsins. Stjórntæki þessi eru auðveld í notkun og ekkert mál að stilla það sem þarf að stilla.

image

Mælaborðið í Sprinter kemur vel út. Auðvelt er að ná í öll stjórntæki og efnisval er til fyrirmyndar. Um allan bíl má finna geymsluhólf fyrir hina ýmsu hluti. Útsýni bílstjórans er líka alveg til fyrirmyndar.

Bílstjórasætið kemur með dempara og er hægt að stilla það á marga vegu til að koma sér vel fyrir undir stýri. Hægt er að stilla bæði hæð og hallanda á sjálfu stýrinu. Bíllinn sem við höfðum til prufu var beinskiptur og einstaklega ljúfur á milli gíra.

Aksturseiginleikar á við gamlan smábíl

Það sem kom mér gífurlega á óvart var hversu þægilegur í akstri Sprinter er. Vélin og gírkassinn sitja lágt í bílnum og þrátt fyrir að bíllinn sem ég var með til prufu hafi verið háþekja þá lá hann vel á vegi og var mjög rásfastur. Aksturseiginleikarnir minntu mig mest á smábíla sem voru vinsælir hér á götum landsins um aldamótin. Það ber því vitnisburð um hversu þægilegt er að keyra Sprinter að þér finnst hann í raun og veru vera svolítið stór smábíll. Allt þetta gerir bílinn að góðu vinnutæki sem þægilegt er að nota til þeirra starfa sem af honum er krafist.

image

Afturendi Sprinter gefur framendanum ekkert eftir í fegurð. Flottast er þó hversu vel hurðirnar opnast á bílnum til að greiða fyrir aðgengi að því sem þarf að koma fyrir aftur í.

Endalausir möguleikar

Sprinterinn sem við höfðum til prufu var stuttur og hár. Hann var líka framhjóladrifinn sem er nýjung núna hjá Mercedes. Okkar var sex gíra beinskiptur, eins og áður sagði, en hægt er að fá hann níu gíra sjálfskiptan. Ef hins vegar ákveðið er að taka bílinn aftur- eða fjórhjóladrifinn þá lækkar gírafjöldinn niður í sjö. Svipað og gerist oft á börum landsins er ekkert mál að velja þá hæð og þá lengd sem heillar þig við Sprinter. Fjórar lengdir eru í boði og þrjár hæðarútfærslur. Þeir koma líka sem grindarbílar til að hægt sé að setja á þá gám eða pall.

image

Allar vélar sem í boði eru í Sprinter eru Euro 6.

Lokaorð

Vinnuhestar eins og Sprinter eru alltaf frábær viðbót við flóruna á götum landsins. Núna kemur hann meðendurnýjuðu útliti og í enn fleiri útfærslum en áður. Ég mæli hiklaust með Sprinter fyrir alla þá sem leita sér að vinnuhesti sem svarar kalli nútímans vel. Ég mæli með honum í þeirri útfærslu sem þinn rekstur krefst. Passaðu bara að hann sé sérsniðinn fyrir þínar þarfir.

Mercedes-Benz Atvinnubílar Sprinter verðlisti
Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
315 CDI millilangur Basic
Framhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 150
317 CDI millilangur Basic
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel400 - 170
315 CDI langur Basic
Framhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 150
315 CDI millilangur Business
Framhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 150
319 CDI millilangur Basic
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
317 CDI langur Basic
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel400 - 170
315 CDI langur Business
Framhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 150
317 CDI millilangur Business
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel400 - 170
319 CDI langur Basic
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
319 CDI millilangur Basic
Fjórhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
315 CDI millilangur Business Pro
Framhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 150
319 CDI millilangur Business
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
317 CDI langur Business
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 170
319 CDI langur Basic
Fjórhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
315 CDI langur Business Pro
Framhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel340 - 150
317 CDI millilangur Business Pro
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel400 - 170
319 CDI langur Business
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
319 CDI millilangur Business
Fjórhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
319 CDI millilangur Business Pro
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
317 CDI langur Business Pro
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel400 - 170
319 CDI langur Business
Fjórhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
319 CDI langur Business Pro
Afturhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
319 CDI millilangur Business Pro
Fjórhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
319 CDI langur Business Pro
Fjórhjóladrif1.9L Sjálfskipting. 9G-Tronic Dísel450 - 190
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Askja áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is