Audi Al:Trail quattro – spennandi hugmyndabíll sem verður sýndur í Frankfurt

Ólíkt flestum lúxusbílaframleiðendum, er saga Audi samtvinnuð mold, möl og drullu. Þýski bílaframleiðandinn skellti sér inn á sjónarsviðið snemma á níunda áratug síðustu aldar með því að drottna yfir heimsmeistarakeppninni í rallakstri með byltingarkenndu quattro fjórhjóladrifakerfi - grunnatriði sem er enn hluti af framleiðslu þeirra enn í dag. En hvernig hefur þetta þróast og hvernig nýtist þessi sérfræðiþekking Audi í dag? Þessari spurningu ætti (að minnsta kosti að hluta) að vera svarað á bílasýningunni í Frankfurt í september.

Verulega spennandi útlit

Á föstudaginn sendi Audi frá sér hálfgerða „felumynd“ af hugmyndabíl sem mun verða frumsýndur í Frankfurt, undir heitinu AI: Trail quattro. Í lýsingu Audi á hugmyndabílnum var ekki farið út í smáatriði en fyrirtækið segir sýningarbílinn vera „rannsókn fyrir rafknúna utanvegabíla framtíðarinnar“.

Nánari atriði um AI:Trail quattro eru vel falin á þessari „felumynd“ frá Audi, en það er hægt að lýsa útliti hans sem að „sjálfkeyrandi bíll sem mætir jeppa“. Fram- og afturendar eru hafði stuttir, sem ætti að veita framúrskarandi eiginleika til aksturs í erfiðu landslagi þar sem aðkomu- og brottfararhorn eru ekki að þvælast fyrir – nokkuð sem verður að vera í lagi í bíl með „alvöru jeppaeiginleika“. Hugmyndabíllinn virðist líka vera búinn hjólbörðum fyrir torfæruakstur.

image

Myndin sem Audi lét frá sér fara sýnir ekki mikið af þessum nýja Audi AI:Trail quattro, en nóg samt til að sjá að þetta er verulega spennandi hugmyndabíll

Miðja AI: Trail quattro er meira eins og „gróðurhús“ með fjórum hurðum. Hönnunarlína yfirbyggingarinnar lækkar líka í miðjunni til að búa til stóra glugga fyrir fullt af útsýni. Engar innri myndir voru til staðar, en það virðist vera til staðar stýri, sem gefur til kynna AI: Trail quattro verður ekki 100 prósent sjálfkeyrandi. Kannski er Audi að skipuleggja sjálfkeyrandi farartæki sem getur ekið sjálfum sér að vegslóðanum og gefið stjórnandanum síðan aftur stjórn í utanvegaakstrinum. AI í nafninu virðist benda til gervigreindar, sem myndi þýða að bíllinn væri með einhvers konar sjálfkeyrslutækni.

Audi er að geyma upplýsingar um drifrás sem leyndarmál fram að upphafi sýningarinnar í Frankfurt, en AI: Trail quattro mun augljóslega hafa fjórhjóladrif, mögulega með rafmótorum í hjólum.

Við hér á þessum vef munum fylgjast vel með og koma með nánari upplýsingar í kjölfar frumsýningar á AI: Trail quattro þann 10. september næstkomandi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is