Askja frumsýnir glænýjan G-Class á Kjarvalsstöðum

Bílaumboðið Askja frumsýndi fimmtudaginn 27. september glænýjan Mercedes-Benz G-Class sem hefur verið beðið með eftirvæntingu á Íslandi. G-Class er ekki hásölubíll enda í dýrari kanntinum en hann hefur alltaf þótt ráða yfir slíkri fágun í bland við óvenju mikla drifeiginleika að leitun er að keppinautum og því hefur hann notið nokkurra vinsælda hér á landi.

Einn lífseigasti bíll fyrr og síðar

Gamla gerð G-Class átti sér 39 ára lífsskeið og því er kynslóðin sem nú er kynnt aðeins önnur kynslóð gerðarinnar. Á þessum tíma mátti vera ljóst að verulegra breytinga var þörf, á sama tíma og nauðsynlegt var að varðveita anda bílsins. Á meðan gamli G-Class var vinnuhestur, stundum dressaður upp eins og G 63 AMG 6X6, þá verður er nýi bíllinn lúxus jeppi sem þarf að bera sig sem slíkur í vörulínu Mercedes-Benz.

image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is