Að mati Peugeot verður hinn nýi e-208 rafmagnsbíll fyrir fjöldann

image

Peugeot vonast til þess að hönnunin á nýja e-208 rafmagnsbílnum muni hjálpa honum að verða fjölda sölubíll á markaðnum.

Peugeot vörumerkið hefur verið drifkrafturinn innan PSA Group í hvað varðar frammistöðuí fjármálum og sölu. 3008 og 5008 „crossover“-bílarnir hafa slegið í gagn á alþjóðlegum markaði og aðrir bílar þeirr eins og 2008, 208 og 308 eru áfram góðir í sölu. Á þessu ári mun Peugeot setja fulla rafmagnsútgáfu af hinum nýja 208 í sölu ásamt tengitvinnútgáfum af 508 og 3008. Aðalstjórnandi Peugeot, Jean-PhilippeImparato talaði um framtíð vörumerkisins við Automotive News Europe:

„Við erum aðs enda frá okkur þrenn helstu skilaboð um 208: í fyrsta lagi er hönnun. Við teljum að það sé ómótstæðileg“, segir Imparato, „og það er engin munur á bílum með venjulega brennsluvél og rafmagnsútgáfum. Í öðru lagi er það „i-Cockpit“-hönnunin,sem sló í gegn bæði í 3008 og 508. Þetta er líka fyrsti bíllinn í þessum flokki sem er með átta hraða sjálfskiptingu. En aðalskilaboðin sem við viljum senda eru: Við gerum það einfalt fyrir þig að velja þína drifrás eftir því hvernig þú notar bílinn þinn“.

Hver er söluaðferðin þín?

Við leggjum áherslu á virði bílsins, skiptum frá áherslu á MSRP [ráðlagður smásöluverð framleiðanda] til TCO [heildarkostnaður] og leigu. Í sumum löndum, allt eftir hvatningum og CO2 sköttum, mun TCO fyrir rafmagnsbílinn 208 vera það sama og bensínútgáfuna með sjálfskiptan gírkassa. Fyrir 48 mánaða leigu, bjóðum við bensínútgáfufyrir 269 evrur á mánuði, dísel fyrir 289 evrur og rafmagnsbílinn fyrir 299 evrur. Þessar tölur sýna að á næstu fimm til sex árum mun rafmagnsmarkaðurinn taka miklum breytingum. Hinn raunverulega spurning er um innviðina“ segir ,Jean-Philippe Imparato.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is