Ineos lokar samningi um að kaupa verksmiðju Daimler í Frakklandi

    • Til að smíða keppinaut Land Rover Defender
    • Fyrstu Grenadier-jepparnir gætu komið á markað áramótin 2021/2022

Breski jarðolíurisinn Ineos hefur undirritað samning við Daimler um að kaupa verksmiðju þýska bílaframleiðandans í Hambach í Frakklandi þar sem Ineos mun smíðaa Grenadier 4x4 frá og með lokum 2021, að því er franskir fjölmiðlar greina frá.

Samningurinn mun varðveita rúmlega 1.300 störf á staðnum, þar sem um 800 manns starfa nú við framleiðslu og önnur 800 fyrir birgja og í öðrum stuðningsstöðum.

Ineos stefnir að árlegri framleiðslu á um 25.000 Grenadierbílum, stórum jeppa í svipuðu útliti og Land-Rover Defender 110 sem hætt var að framleiða árið 2016. Ineos teymin ætla að hefja störf á staðnum strax í janúar, að því sem fulltrúar Smart og stéttarfélaga sögðu við frönsku vefsíðuna Usine Nouvelle á þriðjudag.

image

Ineos Grenadier verður knúinn í upphafi af dísil- og bensínvélum frá BMW. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist í lok 2021.

Verkalýðsfélög sem eiga aðild að verksmiðjunni samþykktu söluna fyrir nokkrum vikum, þrátt fyrir áhyggjur af sjálfbærni þess að byggja stórt farartæki með brennsluvél á sama tíma og evrópskir losunarstaðlar halda áfram að harðna.

Ineos gæti þó snúið sér að vetnisafli í framtíðinni, þar sem það undirritaði nýverið samning við Hyundai um að „kanna notkun“ eldsneytissellutækni Hyundai í Grenadier ökutækjum.

Daimler sagði í sumar að það myndi leita til verkkaupa fyrir verksmiðjuna sem hluta af áætlun um að draga úr iðnaðarfótspori hennar.

Smart vörumerkið stendur frammi fyrir óvissri framtíð í Evrópu eftir að Daimler sagði í fyrra fyrirtækið myndi smíða næstu kynslóð Smart-bíla með sameiginlegu verkefni með Geely í Kína. Fjögurra sæta Smart ForFour, systurgerð Renault Twingo, er smíðað í verksmiðju Renault Group í Slóveníu.

Ineos kom fram sem hugsanlegur kaupandi að verksmiðjunni í Hambach í sumar. Það var einnig sagt vera að skoða pallbílaverksmiðju Nissan í Barcelona.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is