41. Dakar rallýinu lokið

Fertugasta og fyrsta Dakar rallýið hefur farið fram undanfarna daga. Það hófst þann sjötta janúar og lauk í dag þann sautjánda. Rallýið var haldið í Perú að þessu sinni og var keppt á þrem mismunandi svæðum, um 5.000km, yfir 10 leiðir, sem voru 70% sandur eða um 3.000km. Keppt var í fimm flokkum faratækja og voru skráð í keppnina 75 mótorhjól, 15 fjórhjól, 76 bílar, 20 buggýbílar og 13 vörubílar.

“Prins eyðimerkurinnar” hann Nasser Al-Attiyah og Mathieu Baumel franski aðstoðabílstjóri hans lentu í fyrsta sæti á Toyotu bifreið sinni. Þetta er þriðji Dakar sigur Nasser og luku þeir keppni á 34 tímum, 38 mínútum og 14 sekúndum. Í öðru sæti, 46 mínútum lengur á leiðunum, varð Spánverjinn Nani Roma, sem ók með landa sínum Alex Haro Bravo, á MINI bifreið. Í þriðja sæti urðu Sebastian Loeb frá Frakklandi og aðstoðarökumaður hans Daniel Elena frá Monakó á Peugeot.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is