100% traustar km. stöður bíla Brimborgar og bílaleigu félagsins, Dollar og Thrifty

Brimborg er í hópi stærstu bílaumboða landsins með um 300 starfsmenn og selur þúsundir notaðra bíla á hverju ári ásamt því að vera leyfishafi á Íslandi fyrir bandarísku bílaleigurnar Dollar og Thrifty sem samanlagt eru með um 1.000 bílaleigubíla í flota sínum. Í samræmi við strangar kröfur okkar erlendu samstarfsaðila og í samræmi við kjörorð Brimborgar, öruggur staður til að vera á, þá geta viðskiptavinir Brimborgar verið 100% vissir um að km. stöður bílaleigubíla Brimborgar eru réttar.

image

Brimborg hefur aldrei og mun aldrei eiga við kílómetrastöður bíla á nokkurn hátt og allar útleigur, skil og kílómetrastöður bílaleigubíla eru skráðar í upplýsingatæknikerfi okkar og rekjanlegar niður á bíl, kerfisnotanda (starfsmann), skráningardag og ástæðu uppfærslu. Við fögnum öllu eftirliti og bjóðum eftirlitsaðila velkomna.

Strangt eftirlit með km. stöðu bílaleigubíla Brimborgar

Fjórfaldur rekjanleiki er á km. stöðu bílaleigubíla Brimborgar en km. eru skráðir í mjög öflugt upplýsingatæknikerfi Brimborgar og hafa allir starfsmenn skoðunaraðgang að km. stöðu allra bíla sem tryggir gagnsæi.

Gæði notaðra bílaleigubíla Dollar og Thrifty tryggt með reglulegri þjónustu

Bílaleigubílar Brimborgar fara í reglulegar þjónustuskoðanir skv. ferli framleiðanda og þegar bílaleigubílar fara í sölu þá eru þeir yfirfarnir af bifvélavirkjum Brimborgar, þeir lagfærðir, km. staða staðfest, bílarnir þrifnir og að lokum settir í sölu. Með þessu ferli er tryggt að allir bílaleigubílar í sölu hjá Brimborg eru í framúrskarandi ástandi, km. staðan er rétt og bílarnir hafa jafnvel fengið meiri og betri þjónustu en aðrir bílar á markaði fyrir notaða bíla.

Brimborg aðstoðar bíleigendur sem hafa keypt Procar bíla

Brimborg hefur selt Procar nýja bíla eins og mörg önnur bílaumboð. Procar hefur í flestum tilvikum selt þá bíla beint eftir notkun í bílaleigu Procar. Þeir bíleigendur sem eiga bíla af tegundum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og hafa keypt þá af Procar geta haft samband við starfsmenn Brimborgar sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða eigendur við að komast að því hvort átt hafi verið við km. stöðu bílanna. Nú þegar hafa 13 viðskiptavinir haft samband við Brimborg, sex höfðu keypt bílana af Brimborg sem hafði tekið þá uppí af Procar en hinir sjö voru keyptir beint af Procar.

Í fyrirspurninni þarf að koma fram nafn eiganda bílsins, sími, netfang og bílnúmer.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is