Hugmynd Toyota gefur vísbendingar um sportjeppaútlit fyrir arftaka Aygo

    • Þegar Toyota bjó til hugmyndina vildi fyrirtækið endurskapa ímynd flokks lítilla bíla

Hugmyndabíll Toyota Aygo X Prologue bendir til breytinga yfir í gerð sportjeppa fyrir arftaka Aygo smábíls bílaframleiðandans.

image

Grill Aygo X er umkringt svörtu plasti. Framljósin tengjast í ljósrönd í svipaðri hönnun og margir bílaframleiðendur nota fyrir rafbíla.

Toyota segir að núverandi Aygo sé með áberandi hönnun í þessum flokki og því hafi bílaframleiðandinn „viljað gera þetta sérkenni enn áræðnara, koma meira á óvart,“ sagði Scott við Automotive News Europe í símaviðtali. Hugmyndin var að skapa form sem „lofar miklu fjöri“, bætti Scott við.

Aygo X Prologue er 3700 mm á lengd, aðeins 5 mm lengri en venjulegur Aygo, en hann hefur meiri veghæð frá jörðu og meira útlit sportjeppa. Hann var hannaður í ED2 vinnustofunni í Sophia-Antipolis, nálægt Nice í Frakklandi.

Stafurinn X í nafninu bendir til þess að Toyota muni skipta yfir í Cross nafn fyrir arftaka Aygo. Bílaframleiðandinn notar einnig Cross-heitið á Yaris Cross, litla sportjeppann, sem mun fara í sölu á þessu ári.

image
image

Yfirbragð rafbíls

Grillið Aygo X Prologue er með svörtu plasti. Framljós þess fyrir ofan grillið tengjast í ljósrönd í svipaðri hönnun og bifreiðaframleiðendur nota fyrir rafbíla, þó að Scott hafi sagt að það hafi ekki verið ætlunin.

image
image

Toyota hefur enn ekki sagt hvort bíllinn verði með hybrid-útgáfu, sem gæti verið mögulegt þar sem félagi Aygo, Yaris, er með hybrid-afbrigði. Í staðinn hefur Toyota gefið í skyn að nýi bíllinn verði ekki rafvæddur.

„Margt sem þú sérð á þessum bíl mun að lokum komast í það sem þú munt sjá á vegunum“, sagði Scott.

Skipta mætti um framljósastikuna með krómrönd sem myndi tengja framljósin á sama hátt, en myndi kosta minna, sagði Scott.

image
image

Ekki hætta í flokki smábíla

Toyota er einn fárra helstu bílaframleiðenda sem hyggjast halda sér í smábílaflokknum, jafnvel þegar keppinautar hætta vegna þess að þeir eru í erfiðleikum með að ná framlegð fyrir litla bíla, auk þess að þessir bílar auka einnig meðaltal losunar koltvísýrings á flota viðkomandi framleiðanda og hætta á sektum samkvæmt reglum Evrópusambandsins til draga úr gróðurhúsalofttegundum.

Aygo var þriðji mest seldi smábíll í Evrópu í fyrra með magnið 83.277 selda bíla og lækkaði um 17 prósent frá árinu áður, samkvæmt JATO Dynamics.

image
image

Framleiðsluútgáfa af Aygo Cross verður sýnd á næsta hálfa ári, sagði Toyota. Fyrirtækið upplýsti ekki hvenær framleiðslubíllinn fer í sölu.

Búist er við að Toyota smíði bílinn í verksmiðju sinni í Kolin í Tékklandi, þar sem núverandi Aygo er smíðaður samhliða tengdum Peugeot 108 og Citroen C1. Toyota tók fullt eignarhald á verksmiðjunni 1. janúar. Áður var þetta sameiginlegt verkefni með PSA Group.

image

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is