Honda kynnir frumgerð e:Ny1

Rafdrifinn bíll byggður á þessari frumgerð í B-flokki sportjeppa fer í sölu í Evrópu á næsta ári

Bíllinn á myndunum með þessari frétt er frumgerð nýrrar Honda - e:Ny1 - en sá bíll kemur á næsta ári.

image

Hann mun einnig fá til liðs við sig glænýjan hybrid sportjeppa í C-stærðarflokki jeppamarkaðarins sem situr á milli HR-V og CR-V. (sjá fyrri frétt hér á vefnum okkar)

„Þessi nýi sportjepplingur í B-stærðarflokki kemur á markað árið 2023 og verður miðpunktur framtíðar vörulínu Honda,“ sagði Katsuhisa Okuda, forseti Honda Europe.

„Þessi bíll býður upp á einstaka blöndu af krafti, tækni og hönnun sem Honda er þekkt fyrir og mun verða frábæran valkostur fyrir fjölskyldur sem eru að leita að sínum fyrsta rafbíl.“

image

Útlitið byggir að miklu leyti á jeppanum e:concept sem Honda sýndi árið 2020 og núverandi kynslóð HR-V.

Bíllinn er í B-stærðarflokki – greinilega hugsaður sem nýr keppinautur við bíla eins og Opel/Vauxhall Mokka-e og Hyundai Kona Electric, segja þeir hjá vef Auto Express.

image

Og það er vissulega það sem kínverska markaðsforskriftarútgáfan af e:Ny1 gefur til kynna.

Kínversk framleiddir e:NS1 og e:NP1 nota Honda e:N Architecture F undirvagn, sem er rafknúinn grunnur hannaður fyrir fyrirferðarlítinn rafbíl með framhjóladrifnum rafdrifnum aflrásum.

Gert er ráð fyrir að 68,8 kWh rafhlaða hafi allt að 500 km drægni, þó hún sé samhæfð kínverskum markaðsstöðlum.

Ekki er vitað á þessu stigi hvort þetta verði raunin fyrir e:Ny1, en við getum nánast búist við betri drægni en hjá Honda e smábílnum.

image

Engar myndir hafa verið birtar að innan, en bílarnir á kínverskum markaði nota stóran, 15 tommu uppréttan skjá á mælaborðinu sem miðstöð fyrir innri stjórntæki bílsins.

(James Brodie – frétt á vef Auto Express – myndir Honda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is