Peugeot mun frumsýna nýjan 308 station síðar í þessum mánuði

    • Næsta kynslóð Peugeot 308 bú mun fá kantaðra útlit og nýja tengitvinn aflrás sem kemur úr 3008-bílnum

Peugeot mun taka umbúðirnar af þriðju kynslóð 308 stationbílnum síðar í þessum mánuði, með þessum nýju, vetrarlegu njósnamyndum hjá Auto Express er hægt að sjá aðeins betur við hverju við eigum von á hvað varðar útlit nýja bílsins.

image

Bíllinn mun væntanlega koma í söluumboð við hlið á nýja Peugeot 308 hlaðbaknum í sumar og veita nýjustu Ford Focus og Volkswagen Golf stationgerðunum samkeppni, svo dæmi sé tekið.

Nýi 308 stationbíllinn mun halda áfram með nýjustu hönnun Peugeot sem átti uppruna sinn í 208-bílnum og var betrumbætt með andlitslyfta 3008-bílnum. Farmendinn mun sitja nær jörðu og mun renna í nýtt grill með innbyggðum framljósum sem verður með nýlega uppfærðu merki franska framleiðandans.

Auto Express segir að þeir hafi ekki enn séð inni í nýja 308 hlaðbakinn né eða 308 stationbílinn, en gera ráð fyrir að báðir bílarnir muni deila sömu mælaborðshönnun og nýjasta útgáfan af 3008.

Gamla miðjustjórnborði Peugeot verður skipt út fyrir flóknari rofa á píanótakkastíl, en upplýsingakerfið færist yfir á nýjan 10 tommu snertiskjá.

image

Mælaklasinn verður einnig fullkomlega stafrænn í fyrsta skipti í sögu 308.

Fyrri ummæli stjórnenda Peugeot hafa sent misjöfn skilaboð yfir áætlaðan grunn 308. Nýi CMP grunnur Peugeot myndi gefa nýja 308 útgáfu sem aðeins notar rafmagn frá rafhlöðum, en uppfærð útgáfa af núverandi EMP2 grunni, myndi gera kleift að tengja tengitvinnbúnað.

image

Í 3008 er mótorinn paraður við rafmótor og 11,8 kW rafhlöðu, sem veitir hámarks rafmagns svið um 50 km.

Hvað varðar 308 hlaðbakinn mun sportlegri viðbótargerð vera í kortunum sem gæti notað sömu 355 hestafla aflrásina og var í 508 Sport. Báðir bílarnir hafa sama grunn og því ætti að vera tiltölulega auðvelt að setja vélina í 308. 296 hestafla útgáfa af þessum aflrás er nú þegar í mikilli notkun á hinum ýmsu ökutækjum á grunni EMP2 hjá Peugeot, Citroen, Vauxhall og DS vörumerkjunum.

(grein á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is