Þá er það afstaðið: Bananakassapróf Bjørns Nyland. Bjørn Nyland er Norðmaður (engar áhyggjur – hann talar ensku) sem prófar rafbíla. Bílagagnrýni hans er á YouTube og nýtur sá norski gríðarlegra vinsælda.

Nýjasti þátturinn er um Volvo C40 í sjálfu bananakassaprófinu en það próf gengur einfaldlega út á það að kanna hve mörgum bananakössum hægt er að koma fyrir í bílnum án þess að troða þeim.

image

Þetta er ágætt og hann sýnir samanburðatöflu við aðra rafbíla og svo er hann Bjørn Nyland frekar hress og fyndinn.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is